Körfubolti

Heimsfriðurinn mætti sem gestur hjá Conan O'Brien

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Metta World Peace eða heimsfriðurinn eins og best er að kalla hann upp á íslenska tungu er búinn að gefa sitt fyrsta alvöru viðtal síðan að hann var dæmdur í sjö leikja bann fyrir að gefa James Harden, leikmanni Oklahoma City Thunder, vænt olnbogaskot.

World Peace hét áður Ron Artest en breytti um nafn fyrir þetta tímabil. Hann hefur verið þekktur fyrir að koma sér í vandræði á sínum ferli og nafnabreytingin virtist ekki hafa nægjanlega góð áhrif.

World Peace valdi það að fara í fyrsta viðtalið í kvöldþætti Conan O'Brien á TBS sem var sent út í gærkvöldi og það er hægt að sjá brot úr viðtalinu með því að smella hér fyrir ofan.

World Peace sagði við Conan O'Brien að hann hafi ekki áttað sig að olnbogi hans hafi hitt höfuð Harden eða að það hafi verið Harden sem varð fyrir högginu, fyrr en hann kom inn í búningsklefa Lakers. Þá segist hann hafa gert sér grein fyrir því hversu illa þetta leit út.

World Peace viðurkenndi ennfremur að hafa ekki talað við Harden eftir atvikið en það sé einungis vegna þess að liðin eiga væntanlega eftir að mætast í úrslitakeppninni. Hann hafi hinsvegar talað við fólk í kringum Harden og fengið að vita að það væri í lagi með hann.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×