Körfubolti

Orlando í sumarfrí | Chicago gefst ekki upp

Indiana er komið áfram.
Indiana er komið áfram.
Indiana er komið áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Orlando er komið í frí. Atlanta, Chicago og Denver neituðu aftur á móti að fara í frí og héldu lífi í sínum rimmum í nótt.

Kobe Bryant byrjaði á loftbolta gegn Denver í nótt og það gaf tóninn fyrir það sem koma skildi. Denver gaf aldrei eftir forskotið og hafði sigur. Lakers sótti á undir lokin en það dugði ekki til.

Bulls vann sinn fyrsta leik eftir að Derrick Rose meiddist. Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigrinum. Luol Deng stigahæstur hjá Bulls með 24 stig.

Atlanta slapp með skrekkinn gegn Boston í nótt og heldur lífi í vonum sínum. Þeir bættu þar með upp fyrir það þegar þeir köstuðu frá sér leik tvö.

Indiana mun væntanlega spila gegn Miami í næstu umferð eftir að hafa sent Dwight Howard laust Orlando-lið í frí. Þar með lýkur skrautlegu tímabili hjá Orlando og sögusagnir um hvert Howard fer fara væntanlega strax í gang.

Úrslit (staða í einvígi):

Indiana-Orlando  105-87 (4-1)

Atlanta-Boston  87-86 (2-3)

Chicago-Philadelphia  77-69 (2-3)

LA Lakers-Denver  99-102 (3-2)









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×