Fréttaskýring: Kínverski risinn lítur í kringum sig Magnús Halldórsson skrifar 20. apríl 2012 09:55 Zhou Xiaochuan seðlabankastjóri Kína, sést hér á fundi með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra Íslands, í október 2010. Xiaochuan er í 15. sæti yfir valdamestu menn heims á lista Forbes. Kína er að vaxa hratt „að innan" sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. Frá árinu 2000 hefur íbúum í Kína fjölgað um tæplega 160 milljónir, eða sem nemur ríflega öllum íbúum Rússlands, til samanburðar, sem eru um 143 milljónir. Á þessu tólf ára tímabili hefur íbúum jarðar fjölgað um einn milljarð, farið úr sex milljörðum í sjö milljarða. Íbúar Kína voru í byrjun febrúar 1,4 milljarður manna eða sem nemur um 20 prósent af íbúum jarðar. Framtíðarspá um mannfjölda gerir ráð fyrir að Indland verði orðið fjölmennasta ríki heims árið innan 20 ára, en íbúafjöldi þar er nú 1,2 milljarður. Þar af er helmingur íbúa undir 25 ára aldri. Blikur á lofti Vöxturinn í Kína hefur verið drifinn áfram af gríðarlegu framkvæmdaskeiði og borgarvæðingu samfélagsins, þ.e. að miklum fólksflutningum úr sveitum í þéttbýli. Húsbyggingar hafa verið gríðarlegar að umfangi sl. áratug, ekki síst í Peking og fleiri stórum borgum landsins. Í sérstöku yfirlitsriti The Economist fyrir árið 2012 er því spáð að um hægist á fasteignamarkaði í Kína, en að framkvæmdir og fjöldaframleiðsla á ýmsum vörum haldi sínu striki. „Allra augu verða áfram á Kína, en að þessu sinni ekki vegna hinnar miklu uppbyggingar heldur vegna þeirra óhjákvæmilegu breytinga sem verða að eiga sér stað. Það er að landið verði opnað fyrir frjálsum viðskiptum," segir m.a. í umfjöllun The Economist. Þetta hefur að einhverju leyti gengið eftir þó enn sé vöxtur í landinu gríðarlega mikill. Ýmsir hafa þó áhyggjur af hraðri uppbyggingu fasteigna, með hækkun fasteignaverðs, og lét Robert Aliber, hagfræðingurinn virti, hafa eftir sér í viðtali við Egil Helgason á RÚV, að hann væri tilbúinn að leggja sparnaðinn sem myndi fara til barnabarna hans undir um að „fasteignabólan" í Kína ætti eftir að springa með látum. Mikill uppgangur á flestum sviðum hefur verið svo víðtækur hefur teygt sig til fyrirtækja hér á landi, líkt og annars staðar, en Kína er nú eitt stærsta viðskiptaland Marel, svo dæmi sé tekið. Vaxandi millistétt Kínverjar eru nú allt í einu orðnir fjölmennur hópur ferðamanna á Vesturlöndum og fer þeim fjölgandi á hverju ári sem ferðast til annarra landa, í réttu hlutfalli við vöxt millistéttarinnar sem hefur meira á milli handanna en áður. Talið er að millistéttin í Kína stækki um 15 til 30 milljónir manna á hverju ári, en fátækt er þó enn mikið vandamál víða, ekki síst í afskekktum sveitahéruðum. Þessi vöxtur veldur miklum margfeldisáhrifum í kínverska hagkerfinu, einkaneysla eykst stöðugt og ýmis konar afþreyingarþjónusta hefur byggst ógnarhratt upp í landinu. Sækja í hrávörur Utanríkispólitík kínverskra stjórnvalda hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri, ekki síst vegna gríðarlega umfangsmikilla kaupa kínverskra fjárfestingasjóða og banka, sem eru að langstærstum hluta í eigu ríkisins, á landi í Afríku, Evrópu og víðs vegar í Asíu. Stjórnvöld í Nýja Sjálandi gripu til þess ráðs að banna landakaup kínverskra sjóða þar, þegar þeir sýndu áhuga á því. „Kínverjar eru að sækjast eftir hrávöru af margvíslegu tagi og hugsa til langrar framtíðar í þeim efnum,"sagði Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur í viðtali í Klinkinu. „Landakaup Kínverja í Afríku hafa verið ævintýraleg," sagði Heiðar Már. Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað mikið um þessi viðskipti og spurt að því, hvort Kínverjar séu að hugsa um að byrgja sig upp af nauðsynjavörum áður en fólksfjölgunarvandamál heimsins verður orðið svo alvarlegt, ekki síst í Asíu, að aðgangur að ræktunarlandi og ekki síst vatni verður æ mikilvægari. Þetta eru sagðar meginástæðurnar fyrir því að sjóðir í eigu og undir stjórn yfirvalda í Kína hafa verið að kaup land og ýmsa hrávöruframleiðslu, m.a. í málmiðnaði, á undanförnum misserum. Í The Economist var þessu líst þannig að „kínverski risinn væri farinn að líta í kringum sig." Ísland og Kína Tveir af valdamestu mönnum Kína, Zhou Xiaochuan seðlabankastjóri og Wen Jiabao, forsætisráðherra, sem báðir eru taldir á meðal 15 valdamestu manna heims á lista tímaritsins Forbes, hafa komið hingað til lands í heimsókn. Xiaochuan kom hingað til lands á haustmánuðum 2010 og Jiabao hefur opinbera heimsókn sína hingað í dag, en hann mun eiga fundi með ráðamönnum hér á landi á meðan heimsókninni stendur, en formlegri fundadagskrá lýkur með fundi í Hellisheiðarvirkjun, þar sem Össur Skarphéðinsson tekur á móti Jiabao seinni partinn á morgun. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Kína er að vaxa hratt „að innan" sem utan. Samfellt hagvaxtarskeið í Kína undanfarin 15 ár er mesta hagvaxtarskeið ríkis í hagsögunni en árlegur vöxtur hagkerfisins hefur verið á bilinu 8 til 11 prósent á þessu tímabili. Í nýjustu endurskoðaðri hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er því spáð að hagvöxtur í Kína verði 8,8 prósent á þessu ári og mun hann standa undir stórum hluta af öllum vexti á heimsvísu, eða yfir 34 prósent af honum. Frá árinu 2000 hefur íbúum í Kína fjölgað um tæplega 160 milljónir, eða sem nemur ríflega öllum íbúum Rússlands, til samanburðar, sem eru um 143 milljónir. Á þessu tólf ára tímabili hefur íbúum jarðar fjölgað um einn milljarð, farið úr sex milljörðum í sjö milljarða. Íbúar Kína voru í byrjun febrúar 1,4 milljarður manna eða sem nemur um 20 prósent af íbúum jarðar. Framtíðarspá um mannfjölda gerir ráð fyrir að Indland verði orðið fjölmennasta ríki heims árið innan 20 ára, en íbúafjöldi þar er nú 1,2 milljarður. Þar af er helmingur íbúa undir 25 ára aldri. Blikur á lofti Vöxturinn í Kína hefur verið drifinn áfram af gríðarlegu framkvæmdaskeiði og borgarvæðingu samfélagsins, þ.e. að miklum fólksflutningum úr sveitum í þéttbýli. Húsbyggingar hafa verið gríðarlegar að umfangi sl. áratug, ekki síst í Peking og fleiri stórum borgum landsins. Í sérstöku yfirlitsriti The Economist fyrir árið 2012 er því spáð að um hægist á fasteignamarkaði í Kína, en að framkvæmdir og fjöldaframleiðsla á ýmsum vörum haldi sínu striki. „Allra augu verða áfram á Kína, en að þessu sinni ekki vegna hinnar miklu uppbyggingar heldur vegna þeirra óhjákvæmilegu breytinga sem verða að eiga sér stað. Það er að landið verði opnað fyrir frjálsum viðskiptum," segir m.a. í umfjöllun The Economist. Þetta hefur að einhverju leyti gengið eftir þó enn sé vöxtur í landinu gríðarlega mikill. Ýmsir hafa þó áhyggjur af hraðri uppbyggingu fasteigna, með hækkun fasteignaverðs, og lét Robert Aliber, hagfræðingurinn virti, hafa eftir sér í viðtali við Egil Helgason á RÚV, að hann væri tilbúinn að leggja sparnaðinn sem myndi fara til barnabarna hans undir um að „fasteignabólan" í Kína ætti eftir að springa með látum. Mikill uppgangur á flestum sviðum hefur verið svo víðtækur hefur teygt sig til fyrirtækja hér á landi, líkt og annars staðar, en Kína er nú eitt stærsta viðskiptaland Marel, svo dæmi sé tekið. Vaxandi millistétt Kínverjar eru nú allt í einu orðnir fjölmennur hópur ferðamanna á Vesturlöndum og fer þeim fjölgandi á hverju ári sem ferðast til annarra landa, í réttu hlutfalli við vöxt millistéttarinnar sem hefur meira á milli handanna en áður. Talið er að millistéttin í Kína stækki um 15 til 30 milljónir manna á hverju ári, en fátækt er þó enn mikið vandamál víða, ekki síst í afskekktum sveitahéruðum. Þessi vöxtur veldur miklum margfeldisáhrifum í kínverska hagkerfinu, einkaneysla eykst stöðugt og ýmis konar afþreyingarþjónusta hefur byggst ógnarhratt upp í landinu. Sækja í hrávörur Utanríkispólitík kínverskra stjórnvalda hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri, ekki síst vegna gríðarlega umfangsmikilla kaupa kínverskra fjárfestingasjóða og banka, sem eru að langstærstum hluta í eigu ríkisins, á landi í Afríku, Evrópu og víðs vegar í Asíu. Stjórnvöld í Nýja Sjálandi gripu til þess ráðs að banna landakaup kínverskra sjóða þar, þegar þeir sýndu áhuga á því. „Kínverjar eru að sækjast eftir hrávöru af margvíslegu tagi og hugsa til langrar framtíðar í þeim efnum,"sagði Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur í viðtali í Klinkinu. „Landakaup Kínverja í Afríku hafa verið ævintýraleg," sagði Heiðar Már. Fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað mikið um þessi viðskipti og spurt að því, hvort Kínverjar séu að hugsa um að byrgja sig upp af nauðsynjavörum áður en fólksfjölgunarvandamál heimsins verður orðið svo alvarlegt, ekki síst í Asíu, að aðgangur að ræktunarlandi og ekki síst vatni verður æ mikilvægari. Þetta eru sagðar meginástæðurnar fyrir því að sjóðir í eigu og undir stjórn yfirvalda í Kína hafa verið að kaup land og ýmsa hrávöruframleiðslu, m.a. í málmiðnaði, á undanförnum misserum. Í The Economist var þessu líst þannig að „kínverski risinn væri farinn að líta í kringum sig." Ísland og Kína Tveir af valdamestu mönnum Kína, Zhou Xiaochuan seðlabankastjóri og Wen Jiabao, forsætisráðherra, sem báðir eru taldir á meðal 15 valdamestu manna heims á lista tímaritsins Forbes, hafa komið hingað til lands í heimsókn. Xiaochuan kom hingað til lands á haustmánuðum 2010 og Jiabao hefur opinbera heimsókn sína hingað í dag, en hann mun eiga fundi með ráðamönnum hér á landi á meðan heimsókninni stendur, en formlegri fundadagskrá lýkur með fundi í Hellisheiðarvirkjun, þar sem Össur Skarphéðinsson tekur á móti Jiabao seinni partinn á morgun.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira