Vettel sótti sigur í fyrsta sinn í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 22. apríl 2012 15:14 Vettel var ánægður með að komast aftur á efsta þrep verðlaunapallsins. nordicphotos/afp Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti. Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti. Raikkönen átti tækifæri til að fara fram úr Vettel undir lok mótsins en nýtti það ekki. Hann sagði á blaðamannafundi eftir mótið hafa gert ein afdrifarík mistök í fyrsta hring þegar hann missti bíl fram úr sér. "Ég þurfti að taka fram úr honum og það tók tíma." Red Bull liðið sótti jafnfram fjórða sætið í mótinu því Mark Webber ók fjórða Renault-knúna bílnum í röð yfir endamarkið. Nico Rosberg varð fimmti eftir að hafa komist fram úr Paul di Resta þegar um það bil 10 hringir voru eftir. Di Resta lauk mótinu í sjötta sæti sem verður að teljast góður árangur eftir að Force India liðið sá sér ekki kleift að aka á seinni æfingu föstudagsins. Rosberg var mjög ákafur í mótinu og varði stöðu sína grimmilega í tvö skipti. Í fyrra skiptið þurfti Lewis Hamilton að fara út fyrir brautina til að taka fram úr honum og lenda ekki í árekstri. Í seinna skiptið reyndið Fernando Alonso sama bragð en mistókst. Keppnin var nokkuð spennandi og réðst á keppnisáætlun liðanna. Niðurstöður mótsins gætu hins vegar breyst því úrskurður dómara í málum Lewis Hamilton, Nico Rosberg og Fernando Alonso er enn beðið. Alonso lauk mótinu í sjöunda sæti á undan Lewis Hamilton og liðsfélaga sínum Felipe Massa. Michael Schumacher krækti í síðasta stigið í mótinu í tíunda sæti, eftir að hafa ræst í 22. sæti.
Formúla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira