Körfubolti

San Antonio tryggði sér efsta sætið | 76‘ers í úrslitakeppnina

San Antonio Spurs mætir Utah eða Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
San Antonio Spurs mætir Utah eða Denver í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Fimm leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta. Línur eru farnar að skýrast hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um næstu helgi. San Antonio Spurs tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni með 124-89 sigri á heimavelli gegn Portland. Philadelphia 76‘ers leikur í úrslitakeppninni í Austurdeildinni eftir 105-87 sigur gegn New Jersey á útivelli. 76‘ers er með 34 sigra og 30 tapleiki líkt og New York þegar 2 leikir eru eftir en þessi lið eru í 7. og 8. sæti. Milwaukee Bucks situr því eftir í Austrinu og kemst ekki í úrslitakeppnina. San Antonio hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu en þetta var 22 sigurleikur liðsins í síðustu 25 leikjum. Charlotte Bobcats er á góðri leið með að ná nafnbótinni lélegasta NBA lið allra tíma eftir 101-73 tap gegn Washington. Charlotte hefur aðeins unnið 7 leik á tímabilinu og á liðið 2 leiki eftir. Það er slakasti árangur ef miðað er við hlutfall en keppnistímabilið er aðeins 66 leikir í stað 82. Þetta var 21. tapleikur Charlotte í röð en liðið er í eigu Michael Jordan sem er eflaust ekki sáttur við slakt gengi liðsins. Charlotte á eftir að leika gegn Orlando á útivelli og gegn New York á útivelli. Úrslit næturinnar: New Jersey – Philadelphia 87-105 San Antonio – Portland 124-89 Washington – Charlotte 101-73 Indiana – Detroit 103-97 Memphis – Clevelend 109-101 Milwaukee – Toronto 92-86
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×