Körfubolti

Rodman þarf mögulega að fara í fangelsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dennis Rodman hefur lengi farið ótroðnar slóðir í fatavali.
Dennis Rodman hefur lengi farið ótroðnar slóðir í fatavali. Nordic Photos / Getty Images
Bandarískir slúðurmiðlar greindu frá því í dag að frákastakóngurinn Dennis Rodman, fyrrum leikmaður Chicago Bulls, þurfi mögulega að fara í fangelsi vegna vangoldinna meðlagsgreiðsla.

Hann átti að koma fyrir dómara í Flórída nú fyrir skömmu en mætti ekki á tilsettum tíma. Hann er sagður skulda rúmar 22 milljónir króna í meðlagsgreiðslur auk þess sem hann skuldar Michelle, fyrrum eiginkonu sinni, rúmar 100 milljónir króna.

Rodman er fimmtugur og hefur átt skrautlega ævi. Hann hefur verið giftur þremur konum og á börn með tveimur þeirra. Hann hefur einnig lent í vandræðum vegna ásakana um heimilisofbeldi og að aka undir áhrifum vímugjafa, auk þess að hafa margsinnis farið í meðferð.

Lögfræðingar hans hafa sagt að Rodman hafi ekki fengið neina stefnu í hendurnar um að mæta í dómssal og hafi því ekki vanvirt réttinn með því að mæta ekki.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×