Körfubolti

Michael Jordan á lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni

Michael Jordan varð sex sinnum meistari með Chicago Bulls á ferlinum.
Michael Jordan varð sex sinnum meistari með Chicago Bulls á ferlinum. AP
Deildarkeppninni í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum lauk í nótt og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Charlotte Bobcats, liðið sem Michael Jordan á, náði ekki að landa sigri í lokaumferðinni og er Charlotte þar með lélegasta lið NBA deildarinnar frá upphafi. Liðið tapaði 104-84 gegn New York á útivelli og var þetta 23. tapleikur liðsins í röð.

Vinningshlutfall Charlotte í vetur var aðeins 10,6% (7-59) en Philadelphia 76'ers náði aðeins að 11% vinningshlutfalli veturinn 1972-1973 þegar liðið vann aðeins 9 leiki en tapaði 73. Verkbann sem stóð yfir í NBA deildinni s.l. haust gerði það að verkum liðin léku aðeins 66 deildarleiki í stað 82.

Chicago tryggði sér heimavallarétt í gegnum alla úrslitakeppnina með 107-75 sigri gegn Cleveland. Chicago er með bestan árangur allra liða í deildinni. Meistarlið Dallas hefur ekki náð sér á strik í vetur og endaði liðið í 7. sæti Vesturdeildar og miklar líkur á því að liðið nái ekki að komast í gegnum gríðarlega sterka Oklahoma lið í fyrstu umferð.

Liðin sem mætast í úrslitakeppninni eru:

Austurdeild:

(1.) Chicago – (8) Philadelphia

(2.) Miami – (7.) New York

(3.) Indiana – (6.) Orlando

(4.) Boston – (5.) Atlanta

Vesturdeild:

(1.) San Antonio – (8) Utah

(2.) Oklahoma – (7.) Dallas

(3.) LA Lakers – (6.) Denver

(4.) Memphis – (5.) LA Lakers

Úrslit frá því í nótt:

New York – Charlotte 84-104

Chicago – Cleveland 107-75

Atlanta – Dallas 106-89

Minnesota – Denver 102-131

Boston – Milwaukee 87-74

Washington – Miami 104-70

Memphis - Orlando 88-76

Toronto – New Jersey 98-67

Detroit – Philadelphia 108-86

Houston – Charlotte 84-77

Utah – Portland 96-94

Sacramento – LA Lakers 113-96

Golden State – San Antonio 101-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×