Körfubolti

NBA: Durant stigakóngur þriðja árið í röð

Kevin Durant er stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar þriðja árið í rö.
Kevin Durant er stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar þriðja árið í rö. AP
Kevin Durant framherji Oklahoma Thunder skoraði flest stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta í deildarkeppninni sem lauk í nótt. Þetta er þriðja tímabili í röð þar sem hinn 23 ára gamli Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Durant, sem er 2.06 m á hæð skoraði 28 stig að meðaltali í leik í vetur en Kobe Bryant leikmaður LA Lakers kom þar næstur með 27,8 stig að meðaltali.

Durant er sjöundi leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem nær því að vera stigahæstur þrjú tímabil í röð. Aðrir sem hafa náð þeim áfanga eru: Michael Jordan, Wilt Chamberlain, George Mikan, Neil Johnston, Bob McAdoo og George Gervin. Durant er sá yngsti sem nær að gera slíkt.

Stigahæstu leikmenn tímabilsins eru:

1. Kevin Durant , Oklahoma 28,0 (stig að meðaltali í leik)

2. Kobe Bryant , LA Lakers 27,9

3. LeBron James , Miami 27,1

4. Kevin Love , Minnesota 26,0

5. Russell Westbrook , Oklahoma 23,6

6. Carmelo Anthony , New York 22,6

7. LaMarcus Aldridge , Portland 21,7

8. Dirk Nowitzki , Dallas 21,6

9. Deron Williams , New Jersey 21,0

10. Blake Griffin , LA Clippers 20,7

Frákastahæstu leikmenn tímabilsins eru:

1. Dwight Howard, Orlando 14,5 (fráköst að meðaltali í leik)

2. Kevin Love, Minnesota 13,3

3. Andrew Bynum, LA Lakers 11,8

4. DeMarcus Cousins, Sacramento 11,0

5. Kris Humphries, New Jersey 11,0

6. Blake Griffin, LA Clippers 10,9

7. Pau Gasol, LA Lakers 10,4

8 .Marcin Gortat, Phoenix 10,0

9. Tyson Chandler, New York 9,9

10. Joakim Noah, Chicago 9,8

Stoðsendingahæstu leikmenn tímabilsins eru:

1. Rajon Rondo, Boston 11, 6 (stoðsendingar að meðaltali í leik)

2. Steve Nash, Phoenix 10,7

3. Chris Paul, LA Clippers 9,1

4. Jose Calderon, Toronto 8,8

5. Deron Williams, New Jersey 8,7

6. Ricky Rubio, Minnesota 8,2

7. John Wall, Washington 8,0

8. Tony Parker, San Antonio 7,7

9. Andre Miller, Denver 6,6

10. Ty Lawson, Denver 6,6



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×