Körfubolti

NBA í nótt: Bynum tók 30 fráköst

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bynum í frákastabaráttu í leiknum í nótt.
Bynum í frákastabaráttu í leiknum í nótt. Mynd/AP
Kobe Bryant er enn frá vegna meiðsla en það kom ekki að sök hjá LA Lakers sem vann góðan sigur á San Antonio Spurs á útivelli, 98-84.

Andrew Bynum var öflugur í leiknum en hann skoraði sextán stig og tók alls 30 fráköst sem er met í NBA-deildinni í vetur. Metta World Peace, áður Ron Artest, skoraði 26 stig.

Bryant er með eymsli í sköflungi á vinstri fæti og er ekki vitað hvenær hann getur spilað með Lakers á ný.

Lakers er í þriðja sæti Austurdeildarinnar en San Antonio í öðu sæti. Oklahoma City er á toppnum en liðið tapaði reyndar á heimavelli í nótt fyrir LA Clippers, 100-98.

Þar fór Chris Paul mikinn en hann skoraði 31 stig í leiknum, meðal annars sigurkörfuna um átta sekúndum fyrir leikslok. Með sigrinum styrkti Clippers stöðu sína í fjórða sæti Austursins.

Boston með Rajon Rondo fremstan í flokki vann sinn fjórða leik í röð þegar að liðið hafði betur gegn Atlanta í framlengdum leik, 88-86. Rondo náði þrefaldri tvennu í leiknum - tíu stigum, 20 stoðsendingum og tíu fráköstum.

Þetta var nítjándi leikur Rondo í röð þar sem hann gefur minnst tíu stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Philadelphia 75-93

Cleveland - Indiana 98-104

Boston - Atlanta 88-86

Milwaukee - New York 107-111

Memphis - Phoenix 104-93

New orleans - Sacramento 105-96

Houston - Utah 91-103

Oklahoma City - LA Clippers 98-100

San Antonio - LA LAkers 84-98

Denver - Minnesota 113-107

Portland - Golden state 118-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×