Körfubolti

NBA í nótt: Chicago vann toppslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
CJ Watson í leiknum í nótt.
CJ Watson í leiknum í nótt. Mynd/APP
Tvö efstu lið Vesturdeildarinnar mættust í NBA-deildinni í nótt en þá hafði toppliðið, Chicago Bulls, betur gegn Miami Heat í framlengdum leik, 96-86.

CJ Watson skoraði sextán stig í leiknum og setti niður þriggja stiga körfu í lok venjulegs leiktíma sem tryggði Chicago framlenginguna.

Miami skoraði aðeins tvö stig í framlengingunni gegn tólf hjá heimamönnum sem unnu fyrir vikið öruggan sigur. Carlos Boozer skoraði nítján stig fyrir Chicago og Kyle Korver sautján.

LeBron James skoraði 30 stig fyrir Miami en fór illa að ráði sínu þegar hann klúðraði vítaskoti í lokin sem hefði gert lífið erfiðara fyrir Chicago á lokasekúndunum. Dwayne Wade var með 21 stig og Chris Bosh 20.

Þetta var sjötta tap Miami í síðustu ellefu leikjum liðsins og liðið er nú fjórum sigurleikjum á eftir Chicago á toppi deildarinnar.

San Antonio Spurs komst aftur á sigurbraut þegar að liðið vann Memphis á heimavelli, 107-97. San Antonio hafði tapað tveimur í röð en liðið steinlá fyrir LA Lakers í gær þó svo að Kobe Bryant hafi ekki spilað með Lakers.

Dallas vann Golden State, 112-103, þar sem Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir meistarana. Dallas er í sjötta sæti Vesturdeildarinnar.

Úrslit næturinnar:

Charlotte - Detroit 85-109

Chicago - Miami 96-86

Minnesota - LA Clippers 82-95

San Antonio - Memphis 107-97

Golden State - Dallas 103-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×