Helgarmatur Loga Geirssonar: Kjúklingur með sætum 13. apríl 2012 11:00 „Uppáhaldið mitt er þessi uppskrift sem ég og konan eldum saman um helgar," segir Logi Geirsson sem sér um helgarmat Lífsins þessa vikuna. Logi leggur stund á viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst, þjálfar í gegnum heimasíðuna sína www.logigeirsson.is, ásamt því að halda fyrirlestra vítt og breitt um landið.Kjúklingur með sætum4 kjúklingabringur1 poki spínat 300-400 grömm1-2 sætar kartöflur ( fer eftir stærð)5-6 hvítlauksrif (stór)um 5 cm engiferrótfetaostur í kryddlegiferskt kóríander Sneiðið niður sætar kartöflur og þekið botn á eldföstu móti. Engiferrótin og hvítlaukurinn maukuð í matvinnsluvél og síðan dreift yfir kartöflurnar. Allt spínatið sett yfir (þótt það virðist mikið þá hverfur það í ofninum) svo er slatta af fetaosti og olíu hellt yfir það (1/3 af krukku). Þetta er sett inn í ofn í um 20 mínútur við 180-200°C. Kjúklingabringurnar kryddaðar (með t.d. Best á kjúllann) forsteiktar í grilli eða á pönnu um 85% af eldunartíma (kjöthitamælir sýnir um 72°C ). Bringurnar svo settar ofan á spínatið og haft inni í um 10 mínútur í viðbót eða þar til bringurnar eru full eldaðar. og kjöthitamælir sýnir 83°C. Takið fatið úr ofninum og stráið ferskum kóríander yfir. Borið fram með fersku salati og kaldri hvítlaukssósu. Gerist varla betra!www.logigeirsson.is Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið
„Uppáhaldið mitt er þessi uppskrift sem ég og konan eldum saman um helgar," segir Logi Geirsson sem sér um helgarmat Lífsins þessa vikuna. Logi leggur stund á viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst, þjálfar í gegnum heimasíðuna sína www.logigeirsson.is, ásamt því að halda fyrirlestra vítt og breitt um landið.Kjúklingur með sætum4 kjúklingabringur1 poki spínat 300-400 grömm1-2 sætar kartöflur ( fer eftir stærð)5-6 hvítlauksrif (stór)um 5 cm engiferrótfetaostur í kryddlegiferskt kóríander Sneiðið niður sætar kartöflur og þekið botn á eldföstu móti. Engiferrótin og hvítlaukurinn maukuð í matvinnsluvél og síðan dreift yfir kartöflurnar. Allt spínatið sett yfir (þótt það virðist mikið þá hverfur það í ofninum) svo er slatta af fetaosti og olíu hellt yfir það (1/3 af krukku). Þetta er sett inn í ofn í um 20 mínútur við 180-200°C. Kjúklingabringurnar kryddaðar (með t.d. Best á kjúllann) forsteiktar í grilli eða á pönnu um 85% af eldunartíma (kjöthitamælir sýnir um 72°C ). Bringurnar svo settar ofan á spínatið og haft inni í um 10 mínútur í viðbót eða þar til bringurnar eru full eldaðar. og kjöthitamælir sýnir 83°C. Takið fatið úr ofninum og stráið ferskum kóríander yfir. Borið fram með fersku salati og kaldri hvítlaukssósu. Gerist varla betra!www.logigeirsson.is
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið