Körfubolti

NBA í nótt: Lakers tryggði sér sæti í úrslitakeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andrew Bynum í leiknum í nótt.
Andrew Bynum í leiknum í nótt. Mynd/AP
LA Lakers er nú öruggt með sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir öruggan sigur á Denver í nótt, 103-97.

Kobe Bryant er þó enn frá vegna meiðsla á fæti og hefur hann nú misst af fjórum síðustu leikjum liðsins. Lakers hefur þó unnið þrjá þeirra.

Þjálfarinn Mike Brown var þar að auki á leiknum en hann yfirgaf Staples Center-höllina skömmu fyrir leik af ótilgreindum persónulegum ástæðum.

Andrew Bynum skoraði 30 stig fyrir Lakers og tók átta fráköst. Matt Barnes skoraði 24 stig sem er persónulegt met hjá honum á tímabilinu.

Dallas styrkti stöðu sína í Vesturdeildinni með sigri á Portland, 97-94. Liðið er í sjötta sæti deildarinnar en átta efstu komast í úrslitakeppnina.

Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas og Delonte West ar með 21 stig, sjö stoðsendingar og sex fráköst.

Miami vann svo öruggan sigur á lélegasta liði NBA-deildarinnar, Charlotte, 105-82. Miami tapaði fyrir Chicago í fyrrinótt og sigurinn því kærkominn.

LeBron James var með nítján stig og Chris Bosh átján. Dwayne Wade var ekki með vegna ökklameiðsla en talið er að hann verði aftur með þegar að Miami mætir New York annað kvöld.

Þetta var fimmtánda tap Charlotte í röð í NBA-deildinni.

Oklahoma City er á toppi Vesturdeildarinnar en liðið vann Sacramento í nótt, 115-89. Kevin Durant skoraði 20 stig og Russell Westbrook 22.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Boston 84-79

Philadelphia - New Jersey 89-95

Orlando - Atlanta 81-109

Indiana - Cleveland 102-83

New York - Washington 103-65

Miami - Charlotte 105-82

Detroit - Milwaukee 97-113

New Orleans - Utah 96-85

Houston - Phoenix 105-112

Oklahoma City - Sacramento 115-89

LA Lakers - Denver 103-97

Portland - Dallas 94-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×