Körfubolti

Lakers búið að vinna fjóra leiki í röð án Kobe

Gasol fagnar í nótt.
Gasol fagnar í nótt.
LA Lakers vann góðan sigur á meisturum Dallas í framlengdum leik í nótt. Liðið var án Kobe Bryant og því urðu aðrir leikmenn liðsins að stíga upp.

Ramon Sessions hjálpaði Lakers að þvinga fram framlengingu með þremur lykilkörfum undir lokin, Pau Gasol skoraði tvær þriggja stiga körfur í framlengingunni og Metta World Peace skoraði mikilvæga körfu undir lok framlengingar.

Lakers er nú búið að vinna fjóra leiki í röð án Kobe og þar af eru þrír gegn sterkum liðum sem eru á leið í úrslitakeppni. Sessions skoraði 22 stig en Andrew Bynum var stigahæstur með 23 stig. Dirk Nowitzki atkvæðamestur hjá Dallas með 24 stig og 14 fráköst.

Stjörnutríó Miami skoraði samtals 73 stig í nótt er liðið vann NY Knicks í þriðja sinn í vetur. Carmelo Anthony skoraði 42 stig fyrir Knicks en það dugði ekki til.

LeBron James skoraði 29 stig, Dwyane Wade 28 og Chris Bosh 16.

Úrslit:

NY KNicks-Miami  85-93

LA Lakers-Dallas  112-108

Charlotte-Boston  82-94

Atlanta-Toronto  86-102

Detroit-Chicago  94-100

Cleveland-Orlando  84-100

Sacramento-Portland  104-103

New Orleans-Memphis  88-75

Denver-Houston  101-86

LA Lakers vann góðan sigur á meisturum Dallas í

framlengdum leik í nótt. Liðið var án Kobe Bryant og því

urðu aðrir leikmenn liðsins að stíga upp.

Ramon Sessions hjálpaði Lakers að þvinga fram

framlengingu með þremur lykilkörfum undir lokin, Pau

Gasol skoraði tvær þriggja stiga körfur í

framlengingunni og Metta World Peace skoraði mikilvæga

körfu undir lok framlengingar.

Lakers er nú búið að vinna fjóra leiki í röð án Kobe og

þar af eru þrír gegn sterkum liðum sem eru á leið í

úrslitakeppni. Sessions skoraði 22 stig en Andrew Bynum

var stigahæstur með 23 stig. Dirk Nowitzki atkvæðamestur

hjá Dallas með 24 stig og 14 fráköst.

Stjörnutríó Miami skoraði samtals 73 stig í nótt er liðið vann NY Knicks í þriðja sinn í vetur. Carmelo Anthony skoraði 42 stig fyrir Knicks en það dugði ekki til.

LeBron James skoraði 29 stig, Dwyane Wade 28 og Chris Bosh 16.

Úrslit:

NY KNicks-Miami  85-93

LA Lakers-Dallas  112-108

Charlotte-Boston  82-94

Atlanta-Toronto  86-102

Detroit-Chicago  94-100

Cleveland-Orlando  84-100

Sacramento-Portland  104-103

New Orleans-Memphis  88-75

Denver-Houston  101-86
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×