Körfubolti

Clippers komið í úrslitakeppnina | LeBron með sýningu

Úr leik Oklahoma og Clippers í nótt.
Úr leik Oklahoma og Clippers í nótt.
LA Clippers tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan 2006 er það vann glæstan sigur á Oklahoma. Þeir héldu Oklahoma í aðeins 77 stigum sem er það minnsta sem Oklahoma hefur skorað í vetur.

Clippers er þess utan eina liðið sem náði að vinna Oklahoma í þrígang í vetur en Oklahoma náði aðeins einum sigri gegn Clippers.

"Það verður spennandi að fara í úrslitakeppnina. Alveg sama hverjum við mætum. Við ætlum að reyna að vinna fleiri leiki og koma okkur í sem besta stöðu," sagði Chris Paul hjá Clippers.

LeBron James gerði sér síðan lítið fyrir og skorað 17 síðustu stig Miami gegn Nets og tryggði liðinu nauman sigur. LeBron skoraði 37 stig í leiknum. Kris Humphries skoraði 29 stig fyrir Nets.

Úrslit:

Toronto-Atlanta  87-109

Charlotte-New Orleans  67-75

Orlando-Philadelphia  113-100

Indiana-Minnesota  111-88

NJ Nets-Miami  98-101

Chicago-Washington  84-87

Houston-Denver  102-105

Utah-Dallas  123-121

Phoenix-Portland  125-107

LA Clippers-Oklahoma  92-77

Golden State-San Antonio  99-120

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×