Körfubolti

Hornets fær nýjan eiganda | Ætlar að breyta nafni liðsins

Benson er hér með eiginkonu sinni og Obama Bandaríkjaforseta.
Benson er hér með eiginkonu sinni og Obama Bandaríkjaforseta.
Körfuboltalífið í New Orleans er að fá góðar fréttir þessa dagana. Tom Benson, eigandi NFL-liðsins New Orleans Saints, er búinn að kaupa körfuboltalið borgarinnar af NBA-deildinni og svo verður stjörnuleikur NBA-deildarinnar haldinn í borginni árið 2014.

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist vera að verðlauna fólkið í borginni sem og styrktaraðila liðsins með því að færa þeim stjörnuleikinn.

Benson segir að hann ætli að breyta nafni liðsins enda þýði Hornets ekki neitt fyrir fólkið í borginni. Benson vill að liðið heiti eitthvað sem skipti fólkið í New Orleans máli.

Benson greiðir 338 milljónir dolla fyrir félagið og er slúðrað að hann fái kannski að taka Jazz-nafnið af Utah enda spilaður aðeins meiri jass í New Orleans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×