Körfubolti

NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rajon Rondo.
Rajon Rondo. Mynd/AP
Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.

Rajon Rondo og félagar í Boston Celtics unnu 19 stiga stórsigur á Miami Heat, 91-72, en þetta er stærsta tap Miami á tímabilinu. Rondo var með 16 stig, 14 stoðsendingar og 11 fráköst en þetta var fimmta þrennan hans í vetur. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en LeBron James var atkvæðamestur hjá Miami með 23 stig.

Russell Westbrook skoraði 27 stig og Kevin Durant var með 26 stig og 10 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann Chicago Bulls 92-78. Thunder-liðið gerði út um leikinn með því að vinna þriðja leikhlutann 31-12 þar sem Chicago hitti aðeins úr 5 af 21 skoti. Derrick Rose missti af tíunda leiknum í röð hjá Bulls en John Lucas var stigahæstur með 19 stig.

Kobe Bryant skoraði 40 stig þegar Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors 120-112. Pau Gasol var með 26 stig og Ramon Sessions skoraði 23 stig. David Lee var með 27 stig hjá Golden State sem tapaði sínum fimmta leik í röð.

Ty Lawson skoraði 25 stig og Arron Afflalo var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 104-101 útisigur á Orlando Magic. Jameer Nelson skoraði mest fyrir Orlando eða 27 stig en liðið lék án miðherjans Dwight Howard sem missti af sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:

Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 92-78

Boston Celtics - Miami Heat 91-72

Toronto Raptors - Washington Wizards 99-92

Orlando Magic - Denver Nuggets 101-104

Houston Rockets - Indiana Pacers 102-104 (framlenging)

Phoenix Suns - New Orleans Hornets 92-75

Portland Trail Blazers - Minnesota Timberwolves 119-106

Los Angeles Lakers - Golden State Warriors 120-112

Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×