Körfubolti

LeBron með 34 stig í sigri Miami á Oklahoma | Lakers vann borgarslaginn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
LeBron James var heitur í Miami í nótt
LeBron James var heitur í Miami í nótt Nordic Photos / Getty
LeBron James fór fyrir liði Miami Heat sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í NBA körfuboltanum í nótt. Þá vann Lakers sigur í slagnum um Los Angeles borg gegn Clippers.

Lebron James og Kevin Durant voru fremstir á meðal jafningja í Miami í nótt. LeBron skoraði 34 stig í 98-93 sigri heimamanna. Kevin Durant fékk tækifæri til þess að jafna metin í síðustu sókn gestanna. Þriggja stiga skot hans í stöðunni 96-93 geigaði og Dwyane Wade skoraði tvö síðustu stigin af vítalínunni. Durant var stigahæstur gestanna með 30 stig.

Oklahoma hefur nú tapað tveimur leikjum í röð eftir sex leikja sigurgöngu. Helstu tilþrif úr leiknum í nótt má sjá á heimasíðu NBA-deildarinnar með því að smella hér.

Í Los Angeles voru Andrew Bynum og Kobe Bryant í aðalhlutverki þegar Lakers vann 113-108 útisigur á grönnum sínum í Clippers. Bynum skoraði 36 stig en Bryant 31 stig. Hjá Clippers var Caron Butler atkvæðamestur með 28 stig.

Önnur úrslit (heimalið á undan)

Philadelphia 76ers 78-99 Toronto Raptors

Washington Wizards 96-109 Indiana Pacers

Boston Celtics 86-87 San Antonio Spurs

Atlanta Hawks 120-93 Charlotte Bobcats

Milwaukee Bucks 107-98 Cleveland Cavaliers

Denver Nuggets 92-94 New Orleans Hornets

Minnesota Timberwolves 94-97 Golden State Warriors

Dallas Mavericks 95-85 Memphis Grizzlies

Utah Jazz 105-107 Phoenix Suns

Portland Trail Blazers 101-88 New Jersey Nets

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×