Körfubolti

New York tapar ekki undir stjórn Woodson | Lakers tapaði

Jeremy Lin lék vel fyrir New York gegn Toronto í nótt.
Jeremy Lin lék vel fyrir New York gegn Toronto í nótt. AP
New York landaði góðum sigri, 106-87, á útivelli gegn Toronto í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði með þriggja stiga mun 107-104 á útivell gegn Houston. Meistaraefnin í Miami Heat lögðu Phoenix á heimvelli 99-96. Alls fóru sjö leikir fram í nótt í deildinni.

Amar'e Stoudemire skoraði 22 stig og tók 12 fráköst fyrir New York sem hefur ekki tapað leik undir stjórn nýja þjálfarans Mike Woodson. Jeremy Lin náði sér vel á strik og skoraði 18 stig og gaf 10 stoðsendingar í liði New York. Carmelo Anthony skoraði 17 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

Chris Bosh skoraði 29 stig og tók 8 fráköst fyrir Miami sem vann sinn 14. heimaleik í röð. Lokatölur gegn Phoenix, 99-95. LeBron James skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 19 stig fyrir heimamenn. Grant Hill skoraði 19 stig fyrir Phooenix og Steve Nash skoraði 9 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Goran Dragic fór á kostum í liði Houston í 107-104 sigri liðsins gegn LA Lakers. Hann skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar og hann tók 7 fráköst. Luis Scola og Courtney Lee skoruðu 23 stig hvor fyrir heimamenn. Kobe Bryant var stigahæsti leikmaður vallarins en hann skoraði 29 stig fyrir Lakers en hann hitti aðeins úr 10 af alls 27 skotum sínum utan af velli. Þetta var annar tapleikur í röð hjá Lakers.

Pau Gasol skoraði 21 stig fyrir Lakers og Andrew Bynum skoraði 16 en honum var vísað út úr húsi í þriðja leikhluta eftir að hann fékk sína aðra tæknivillu.

Indiana – LA Clippers 102-89

Toronto – New York 87 – 106

Miami – Phoenix 99-95

Houston – LA Lakers 107-104

Utah – Oklahoma 97-90

Portland - Milwaukee 87-116

Sacramento - Memphis 119-110

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×