Körfubolti

Lakers ekki í vandræðum gegn Dallas | Fisher samdi við Oklahoma

Derek Fisher lék sinn fyrsta leik með Oklahoma í nótt.
Derek Fisher lék sinn fyrsta leik með Oklahoma í nótt. AP
Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol skoraði 27 fyrir LA Lakers í 109-93 sigri liðsins gegn meistaraliði Dallas á útivelli í NBA deildinni í nótt. Þar með lauk fjögurra leikja sigurgöngu Dallas. Alls fóru 10 leikir fram í nótt þar sem Derek Fisher lék sinn fyrsta leik með Oklahoma í 114-91 sigri liðsins gegn LA Clippers. Ramon Sessions skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar í fjórða leik sínum með Lakers en hann kom til liðsins fyrir skömmu í leikmannaskiptum frá Cleveland. Dirk Nowitzki skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Dallas og Jason Terry skoraði 23 stig. Kevin Durant skoraði 32 stig og tók 9 fráköst, Russell Westbrook bætti við 19 stigum fyrir Oklahoma. Blake Griffin náði sér ekki á strik í liði LA Clippers en hann skoraði aðeins 7 stig sem er lægsta stigaskor hans í deildinni. Hann hitti aðeins úr 3 af alls 11 skotum sínum utan af velli. Derek Fisher, fyrrum leikmaður LA Lakers, skrifaði undir samning við Oklahoma aðeins tveimur tímum áður en leikurinn hófst. Hann lék í 20 mínútur en Fisher er ætlað að hjálpa hinu unga og gríðarlega sterka Oklahomaliði í úrslitakeppninni. Amare Stoudemire skoraði 21 stig fyrir New York í fimmta sigurleik liðsins í röð. Að þessu sinni lagði New York lið Philadelphia. Jeremey Lin skoraði 18 stig og Carmelo Anthony skoraði 10. Úrslit frá því í nótt: Toronto – Chicago 82-94 Philadelphia – New York 79-82 Orlando – Phoenix 103-93 New Jersey – Washington 89-108 Atlanta – Clevelend 103-102 New Orleans – Golden State 92-101 Oklahoma – LA Clippers 114-91 San Antonio – Minnesota 116-100 Denver – Detroit 116-115 Dallas – LA Lakers 93-109
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×