Körfubolti

Derek Fisher: Ég er 37 ára en get samt enn hjálpað liði að vinna titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er ástæða fyrir því að Derek Fisher spilar í peysu númer 37.
Það er ástæða fyrir því að Derek Fisher spilar í peysu númer 37. Mynd/AP
Derek Fisher, fyrrum bakvörður Los Angeles Lakers, samdi í gær við Oklahoma City Thunder og vonast til að geta hjálpað liðinu að vinna sinn fyrsta titil. Fisher vann fimm meistaratitla með Lakers en Lakers "losaði" sig við hann á dögunum.

Lakers skipti Fisher til Houston Rockets í síðustu viku. Fisher gerði starfslokasamning við Houston og gat í framhaldinu samið við öll lið nema Los Angeles Lakers. Fisher skaut aðeins á Lakers í fyrsta viðtalinu sem leikmaður Oklahoma City Thunder.

„Það þótti mjög neikvætt að ég væri orðinn 37 ára gamall ekki síst á þessu tímabili þar sem álagið var meira," sagði Derek Fisher sem valdi viðeigandi númer því hann ætlar að klæðast treyju númer 37. Fisher skoraði 5 stig á 19 mínútum í sínum fyrsta leik með Thunder.

„Ég vil núna senda þau skilaboð í samvinnum við Thunder liðið að ég sé leikmaður sem geti enn hjálpað liði að vinna titilinn þótt að ég sé orðinn 37 ára gamall," sagði Fisher. Hann mun leysa af varaleikstjórnandann Eric Maynor sem meiddist illa á hné í janúar.

„Hann er sigurvegari í gegn og mikilvægur leikmaður til að koma okkur á næsta stig. Það er aldrei hægt að hafa of marga sigurvegara í búningsklefanum og nú erum við með klefa fulla af þeim. Hann er bara einn sigurvegarinn í viðbót," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City Thunder um Fisher.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×