Gamla Sautján á Laugavegi breytist í hönnunarhús 22. mars 2012 16:00 Ásta Kristjánsdóttir. Mynd/HAG Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars. Ásta Kristjánsdóttir og Munda-teymið eiga hugmyndina að þessu samstarfi. Ásta segir að ef hönnunarhúsið verði vel sótt um helgina sé kominn möguleiki fyrir áframhaldandi starfsemi. „Við vorum lengi búin að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að minnka rekstrarkostnað og auka sölu á íslenskri hönnun í krafti samstöðu. Það er dýrt fyrir hönnuði sem eru að fóta sig að reka verslun, markaðssetja vöruna og auglýsa. Fyrsti vísir að svona samstarfi var Reykjavík Fashion Week. Gamla Sautján-húsið er tilvalið undir þessa starfsemi og býður upp á mikla möguleika," segir Ásta. Hönnunarhúsið hafa þau nefnt ATMO. „Auk 37 fata- og skartgripahönnuða verður í húsinu ýmis önnur starfsemi. Þar get ég nefnt Rauða kross-búð í kjallaranum sem ætlar að bjóða fatnað sem hefur verið sérvalinn af tveimur stílistum. Þar leynast örugglega gersemar," segir Ásta. „Veitingahúsið Gló með Sollu hráfæðismeistara verður með létta rétti og boost-drykki. Kaldi verður með bar á efstu hæðinni þar sem hægt verður að fá lífrænt ræktaðan bjór. Hugleikur verður með bóksölu á sömu hæð. Barnafatnaður er í boði ekki síður en barnaleikföng. Krumma er með risastóran helli þar sem börnin geta leikið sér og Ígló verður með teiknimyndasamkeppni fyrir börn. Þá er dekur í boði fyrir konur, meðal annars Babyliss-hárbar þar sem hægt er að prófa ýmsar hárgreiðslur. Það verður því upplifun fyrir fólk að koma hingað. Mjög margt að gerast," útskýrir Ásta og bætir því við að það sé von listamannanna að þessi prufukeyrsla á samstarfinu takist vel. „Við viljum endilega fá sem flesta til að styrkja íslenska hönnun." Húsið er opið í dag, á morgun og laugardag frá klukkan 11 til 20 en til klukkan 17 á sunnudag. HönnunarMars Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Gamla Sautján húsið að Laugavegi 89 öðlast loks aftur líf um helgina eftir að hafa staðið autt í mörg misseri. Þar hafa 37 íslenskir fata- og skartgripahönnuðir komið upp aðstöðu til að sýna nýjustu framleiðslu sína. Þeir kalla innrás sína í húsið ATMO og er hún hluti af HönnunarMars. Ásta Kristjánsdóttir og Munda-teymið eiga hugmyndina að þessu samstarfi. Ásta segir að ef hönnunarhúsið verði vel sótt um helgina sé kominn möguleiki fyrir áframhaldandi starfsemi. „Við vorum lengi búin að velta fyrir okkur hvernig hægt væri að minnka rekstrarkostnað og auka sölu á íslenskri hönnun í krafti samstöðu. Það er dýrt fyrir hönnuði sem eru að fóta sig að reka verslun, markaðssetja vöruna og auglýsa. Fyrsti vísir að svona samstarfi var Reykjavík Fashion Week. Gamla Sautján-húsið er tilvalið undir þessa starfsemi og býður upp á mikla möguleika," segir Ásta. Hönnunarhúsið hafa þau nefnt ATMO. „Auk 37 fata- og skartgripahönnuða verður í húsinu ýmis önnur starfsemi. Þar get ég nefnt Rauða kross-búð í kjallaranum sem ætlar að bjóða fatnað sem hefur verið sérvalinn af tveimur stílistum. Þar leynast örugglega gersemar," segir Ásta. „Veitingahúsið Gló með Sollu hráfæðismeistara verður með létta rétti og boost-drykki. Kaldi verður með bar á efstu hæðinni þar sem hægt verður að fá lífrænt ræktaðan bjór. Hugleikur verður með bóksölu á sömu hæð. Barnafatnaður er í boði ekki síður en barnaleikföng. Krumma er með risastóran helli þar sem börnin geta leikið sér og Ígló verður með teiknimyndasamkeppni fyrir börn. Þá er dekur í boði fyrir konur, meðal annars Babyliss-hárbar þar sem hægt er að prófa ýmsar hárgreiðslur. Það verður því upplifun fyrir fólk að koma hingað. Mjög margt að gerast," útskýrir Ásta og bætir því við að það sé von listamannanna að þessi prufukeyrsla á samstarfinu takist vel. „Við viljum endilega fá sem flesta til að styrkja íslenska hönnun." Húsið er opið í dag, á morgun og laugardag frá klukkan 11 til 20 en til klukkan 17 á sunnudag.
HönnunarMars Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira