Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur 22. mars 2012 16:25 „Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. Eldar sagði í samtali við Vísi að rífandi stemning sé nú í Hörpunni. „Það er ótrúlega gaman að sjá Hörpuna troðfulla af fólki," segir Eldar „Við höfum eignað okkur hvern krók og kima í húsinu." Fjöldi fyrirlestra voru haldnir í Hörpunni í dag þar sem rætt var hin ýmsu málefni sem tengjast EVE Online og DUST 514. Á annað þúsund manns munu sækja hátíðina en henni lýkur á laugardaginn. Yfir 70 blaðamenn víðsvegar að úr heiminum verða einnig viðstaddir.mynd/CCPÞá eru forsvarsmenn tæknifyrirtækisins SONY á staðnum. Þar á meðal er Chris Clarke en hann sér um samskipti SONY og Playstation 3 við Evrópulönd. „Clarke og fleiri menn frá SONY eru komnir hingað til að hjálpa til við kynningu á DUST 514," segir Eldar. Fanfest hátíðin fer nú fram í áttunda sinn. Eldar segir Fanfest vera nokkurs konar uppskeruhátíð CCP þar sem spilarar EVE Online tölvuleiksins og starfsmenn fyrirtækisins hittast. „Að auki er hátíðin ákveðið tækifæri fyrir okkur til að kynna nýjungar - í þessu tilfelli kynnum við DUST 514." DUST 514 er fjölspilunar-skotleikur. Hann verður gefinn út á leikjavél SONY seinna á árinu. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli en CCP hefur innleitt nýstárlegt viðskiptamódel með útgáfu hans. Þannig verður leikurinn fáanlegur öllum eigendum Playstation 3 leikjatölvunnar án endurgjalds.mynd/CCPViðskiptalíkanið kallast „Free to Play" og verður DUST 514 fyrsti tölvuleikurinn til að notast við það. Tekna verður aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum sem opna á frekari möguleika spilara leiksins. „Þessar vörur koma þó ekki í staðinn fyrir getu manns í leiknum," segir Eldar. „Varningurinn er einungis til þess að gera spilurum hans kleift að fá enn meira úr upplifun sinni. Allir geta spilað frítt og náð árangri í leiknum, en fjölbreyttari vopn og fleira verður í boði fyrir þá sem vilja meira." Um 170 manns koma að þróun DUST 514 en leikurinn var að stórum hluta til framleiddur á skrifstofu CCP í Sjanghæ. Leikjavísir Tengdar fréttir Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30 Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE "Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. 21. mars 2012 09:00 CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
„Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. Eldar sagði í samtali við Vísi að rífandi stemning sé nú í Hörpunni. „Það er ótrúlega gaman að sjá Hörpuna troðfulla af fólki," segir Eldar „Við höfum eignað okkur hvern krók og kima í húsinu." Fjöldi fyrirlestra voru haldnir í Hörpunni í dag þar sem rætt var hin ýmsu málefni sem tengjast EVE Online og DUST 514. Á annað þúsund manns munu sækja hátíðina en henni lýkur á laugardaginn. Yfir 70 blaðamenn víðsvegar að úr heiminum verða einnig viðstaddir.mynd/CCPÞá eru forsvarsmenn tæknifyrirtækisins SONY á staðnum. Þar á meðal er Chris Clarke en hann sér um samskipti SONY og Playstation 3 við Evrópulönd. „Clarke og fleiri menn frá SONY eru komnir hingað til að hjálpa til við kynningu á DUST 514," segir Eldar. Fanfest hátíðin fer nú fram í áttunda sinn. Eldar segir Fanfest vera nokkurs konar uppskeruhátíð CCP þar sem spilarar EVE Online tölvuleiksins og starfsmenn fyrirtækisins hittast. „Að auki er hátíðin ákveðið tækifæri fyrir okkur til að kynna nýjungar - í þessu tilfelli kynnum við DUST 514." DUST 514 er fjölspilunar-skotleikur. Hann verður gefinn út á leikjavél SONY seinna á árinu. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli en CCP hefur innleitt nýstárlegt viðskiptamódel með útgáfu hans. Þannig verður leikurinn fáanlegur öllum eigendum Playstation 3 leikjatölvunnar án endurgjalds.mynd/CCPViðskiptalíkanið kallast „Free to Play" og verður DUST 514 fyrsti tölvuleikurinn til að notast við það. Tekna verður aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum sem opna á frekari möguleika spilara leiksins. „Þessar vörur koma þó ekki í staðinn fyrir getu manns í leiknum," segir Eldar. „Varningurinn er einungis til þess að gera spilurum hans kleift að fá enn meira úr upplifun sinni. Allir geta spilað frítt og náð árangri í leiknum, en fjölbreyttari vopn og fleira verður í boði fyrir þá sem vilja meira." Um 170 manns koma að þróun DUST 514 en leikurinn var að stórum hluta til framleiddur á skrifstofu CCP í Sjanghæ.
Leikjavísir Tengdar fréttir Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30 Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE "Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. 21. mars 2012 09:00 CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30
Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE "Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest,“ segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. 21. mars 2012 09:00
CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45