Körfubolti

Clippers í frjálsu falli | Boston stöðvaði sigurgöngu Milwaukee

Chris Kaman og Blake Griffin í baráttunni undir körfunni.
Chris Kaman og Blake Griffin í baráttunni undir körfunni. AP
Það gengur frekar illa hjá LA Clippers þessa dagana í NBA deildinni í körfuknattleik og stórstjörnur liðsins Blake Griffin og Chris Paul hafa ekki náð að koma í veg fyrir þriggja leikja taphrinu liðsins. Liðið tapaði 97-90 á útivelli gegn New Orelans í nótt þar sem að Chris Paul lék áður. Alls fóru sex leikir fram í nótt.

Þjálfari Clippers, Vinny Del Negro, er eflaust farinn að undirbúa brottför sína frá liðinu enda er starfsöryggi þjálfara hjá Clippers lítið sem ekkert. Chris Kaman skoraði 20 stig fyrir New Orleans sem hafði tapað fimm leikjum í röð. Blake Griffin skoraði 21 stig fyrir gestina og Paul skoraði 16 stig en hann hitti aðeins úr 5 af alls 14 skotum sínum í leiknum.

New Orleans er í þeirri stöðu að liðið er í eigu NBA deildarinnar og hefur gengið hægt að finna kaupanda að liðinu. Chris Paul fór fram á það s.l. sumar að fá að fara frá liðinu og um tíma var hann nánast búinn að ganga frá samkomulagi við LA Lakers en forráðamenn NBA deildarinnar vildu ekki senda hann til Lakers. Niðurstaðan varð því grannaliðið LA Clippers sem er skipað ótrúlega hæfileikaríkum leikmönnum sem hafa sett upp troðslusýningar hvað eftir annað í leikjum vetrarins.

Paul Pierce skoraði skoraði 25 stig í 100-91 sigri Boston gegn Milwaukee á útivelli. Þar með lauk sex leikja sigurgöngu Milwaukee. Kevin Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst fyrir gestina sem voru að ljúka við sjöunda útileikinn í röð af alls átta sem eru á dagskrá liðsins að þessu sinni. Brandon Jennings skoraði 19 stig fyrir Milwaukee.

Úrslit frá því í nótt:

New Orleans – LA Clippers 97-09

Milwaukee – Boston 91-100

Houston – Golden State 109-83

Washington – Indiana 83-85

Portland – Memphis 97-93

Sacramento – Utah 102-103

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×