Körfubolti

Oklahoma skellti Miami | Atlanta vann fjórframlengdan leik

Durant og Westbrook voru í fínu formi í nótt.
Durant og Westbrook voru í fínu formi í nótt.
Strákarnir í Oklahoma sendu út sterk skilaboð í nótt er þeir unnu sannfærandi sigur á Miami í stórleik næturinnar í NBA-deildinni. Kevin Durant stigahæstur með 28 stig. Dwyane Wade stigahæstur hjá Miami með 22 stig.

Miami var sjálfu sér verst í leiknum og tapaði boltanum 21 sinni. Það skilaði Oklahoma 28 stigum. Vörn Oklahoma hélt Miami þess utan í aðeins 38 stigum í seinni hálfleik.

LA Lakers tapaði óvænt á heimavelli gegn Memphis sem var búið að tapa þrem leikjum í röð. Andrew Bynum skoraði 30 stig fyrir Lakers og þar af sína fyrstu þriggja stiga körfu á ferlinum.

Leikur Atlanta og Utah var hvorki meira né minna en fjórframlengdur en þetta er í fyrsta skipti síðan 1997 sem leikur er fjórframlengdur í NBA-deildinni. Atlanta hafði þar betur og batt um leið enda á sex leikja sigurgöngu Jazzgeggjaranna.

Úrslit:

Cleveland-Phoenix  83-108

Minnesota-Denver  117-100

Boston-Washington  88-76

Atlanta-Utah  139-133

San Antonio-Philadelphia  93-76

Oklahoma-Miami  103-87

Portland-Golden State  90-87

LA Lakers-Memphis  96-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×