3,9 prósent Magnús Halldórsson skrifar 27. mars 2012 09:13 Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, þegar horft er einungis til starfsemi á Íslandi, er HB Grandi. Það fyrirtæki skilaði á dögunum uppgjöri fyrir árið 2011. Rekstrartekjur námu 183,7 milljónum evra, um 30,8 milljörðum króna, en þær námu 144,8 milljónum evra árið 2010 og jukust því um 38,9 milljónir evra milli ára, eða 6,5 milljarð króna. Þessi bæting á afkomu verður að teljast með nokkrum ólíkindum, þar sem reksturinn 2010 var hreint ekkert svo slæmur. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,EBITDA, var 56,2 milljónir evra, 9,3 milljarðar króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er EBITDA-hagnaðurinn hærri en árlegar tekjur CCP, tæplega fjórfalt hærri en árlegar rekstrartekjur Morgunblaðsins, og tæplega milljarði hærri en rekstrartekjur allra miðla 365. Eiginfjárhlutfall Granda er nú 54,4 prósent og hefur það hækkað hratt á liðnum árum og skuldir lækkað mikið. Veiðigjaldið nam hins vegar ekki nema 3,9 prósent af EBITDA-hagnaði, eða 2,2 milljónum evra, tæplega 400 milljónum. Það verður seint sagt að það sé íþyngjandi fyrir fyrirtækið, ekki síst í ljósi þess að þessi ótrúlega afkoma byggir ekki síst á veiði makríls, nýrrar tegundar í íslenskri lögsögu, sem íslensk útgerðarfyrirtæki fengu fríar aflaheimildir til þess að veiða á grundvelli veiðireynslu, sem reyndar lítil sem engin var. Ég er í þeim hópi sem lít svo á að íslensk lögsaga sé sameiginleg eign Íslendinga og að á þeim grundvelli sé eðlilegt að greiða auðlindagjald til ríkisins, ekki síst á þessum gullgrafaratímum í sjávarútvegi, sem fáir virðast hafa áttað sig á. Það er síðan merkilegt að fylgjast með alþjóðlegum deilum um íslenska lögsögu, vegna göngu makrílsins inn í hana. Grunnurinn að deilunum er þjóðarréttarlegs eðlis. Af hverju ætli það sé? Að sjálfsögðu vegna þess að íslensk lögsaga er eign Íslendinga allra. Þess vegna er deilan á pólitísku sviði sem milliríkjadeila. Auðlindagjaldið byggir á þessari staðreynd um íslenska lögsögu, og veiðarnar í henni. Þó þetta sé sjálfsagður hlutur í huga margra, þá er rétt í þessari umræðu að halda þessu til haga. Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte spáði því að EBITDA-hagnaður í sjávarútvegi yrði ríflega 34 milljarðar á árinu 2011. Reyndin varð ríflega 70. Það verður að teljast nokkuð mikið afrek hjá Deloitte, sem er með ýmsa sérfræðinga í rekstri á sínum snærum, að ná að feila jafn mikið í spá sinni eins og raun ber vitni. Persónulega er ég ekkert alltof hrifinn af miklum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, einkum þar sem endurreisn bankakerfisins er ekki lokið enn og í gildi er allsherjarábyrgð skattgreiðenda á öllum skuldum bankanna. Þá erum við enn að berjast við vantraust á ýmsum vígstöðum, sem ég tel vera helstu ástæðu þess hve illa gengur að virkja fjármagn. Það að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu gæti dregið enn úr fjárfestingu. En það er samt ekkert algilt í þeim efnum. Það eru nógu miklir peningar til hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum til þess að fjárfesta, þó vissulega séu einhver fyrirtæki í vondum málum, eins og á við um alla geira atvinnulífsins. Það blasir við að auðlindagjald á útgerðarfyrirtækin ætti að geta verið hærra en það var á síðasta ári, sé mið tekið af afkomu greinarinnar. Líklega er sanngjarnt að það sé á bilinu 10 til 20 prósent af EBITDA-hagnaði, jafnvel hærra, fremur en 3,9 prósent eins og hjá Granda í fyrra. Eftir þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir verður að horfa til þess, að þær hafa leitt til gríðarlegrar fjármagnsfærslu til útgerðarmanna vegna gengisfalls krónunnar. Það sama má raunar segja um eigendur álveranna þriggja, sem njóta nú góðs af því að launakostnaður sem hlutfall af tekjum var svo gott sem helmingaður á einni nóttu með gengishruninu. Á sama tíma hefur almenningur það miklu verr en áður vegna gengisfallsins. Á þeim forsendum þarf að nálgast þessi mál, finnst mér, og það tengist deilum milli vinstri og hægri pólanna í íslenskum stjórnmálum ekki neitt. Líklega er þó réttara að segja, að það ætti ekki að tengjast þeim deilum.Athugasemd frá Deloitte: Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, segir að spá Deloitte um EBITDA-hagnað, frá árinu 2009, þar sem kom fram að EBITDA-hagnaðurinn í sjávarútvegi gæti orðið 34 milljarðar króna á árinu 2011, hefði tekið mið af forsendum sem hefðu tekið miklum breytingum síðan, t.d. er varðaði gengi krónunnar og síðan veiði á makríl. Í uppfærðum spám og skýrsluskrifum fyrirtækisins, fyrir árin á eftir, hefði verið tekið tillit til þessara þátta, og m.a. hefði Deloitte spáð því að EBITDA-hagnaðurinn yrði 67 milljarðar á árinu 2010 en reyndin varð 64 milljarðar samkvæmt Hagstofu Íslands. Þessu er hér með komið á framfæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, þegar horft er einungis til starfsemi á Íslandi, er HB Grandi. Það fyrirtæki skilaði á dögunum uppgjöri fyrir árið 2011. Rekstrartekjur námu 183,7 milljónum evra, um 30,8 milljörðum króna, en þær námu 144,8 milljónum evra árið 2010 og jukust því um 38,9 milljónir evra milli ára, eða 6,5 milljarð króna. Þessi bæting á afkomu verður að teljast með nokkrum ólíkindum, þar sem reksturinn 2010 var hreint ekkert svo slæmur. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,EBITDA, var 56,2 milljónir evra, 9,3 milljarðar króna. Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er EBITDA-hagnaðurinn hærri en árlegar tekjur CCP, tæplega fjórfalt hærri en árlegar rekstrartekjur Morgunblaðsins, og tæplega milljarði hærri en rekstrartekjur allra miðla 365. Eiginfjárhlutfall Granda er nú 54,4 prósent og hefur það hækkað hratt á liðnum árum og skuldir lækkað mikið. Veiðigjaldið nam hins vegar ekki nema 3,9 prósent af EBITDA-hagnaði, eða 2,2 milljónum evra, tæplega 400 milljónum. Það verður seint sagt að það sé íþyngjandi fyrir fyrirtækið, ekki síst í ljósi þess að þessi ótrúlega afkoma byggir ekki síst á veiði makríls, nýrrar tegundar í íslenskri lögsögu, sem íslensk útgerðarfyrirtæki fengu fríar aflaheimildir til þess að veiða á grundvelli veiðireynslu, sem reyndar lítil sem engin var. Ég er í þeim hópi sem lít svo á að íslensk lögsaga sé sameiginleg eign Íslendinga og að á þeim grundvelli sé eðlilegt að greiða auðlindagjald til ríkisins, ekki síst á þessum gullgrafaratímum í sjávarútvegi, sem fáir virðast hafa áttað sig á. Það er síðan merkilegt að fylgjast með alþjóðlegum deilum um íslenska lögsögu, vegna göngu makrílsins inn í hana. Grunnurinn að deilunum er þjóðarréttarlegs eðlis. Af hverju ætli það sé? Að sjálfsögðu vegna þess að íslensk lögsaga er eign Íslendinga allra. Þess vegna er deilan á pólitísku sviði sem milliríkjadeila. Auðlindagjaldið byggir á þessari staðreynd um íslenska lögsögu, og veiðarnar í henni. Þó þetta sé sjálfsagður hlutur í huga margra, þá er rétt í þessari umræðu að halda þessu til haga. Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte spáði því að EBITDA-hagnaður í sjávarútvegi yrði ríflega 34 milljarðar á árinu 2011. Reyndin varð ríflega 70. Það verður að teljast nokkuð mikið afrek hjá Deloitte, sem er með ýmsa sérfræðinga í rekstri á sínum snærum, að ná að feila jafn mikið í spá sinni eins og raun ber vitni. Persónulega er ég ekkert alltof hrifinn af miklum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, einkum þar sem endurreisn bankakerfisins er ekki lokið enn og í gildi er allsherjarábyrgð skattgreiðenda á öllum skuldum bankanna. Þá erum við enn að berjast við vantraust á ýmsum vígstöðum, sem ég tel vera helstu ástæðu þess hve illa gengur að virkja fjármagn. Það að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu gæti dregið enn úr fjárfestingu. En það er samt ekkert algilt í þeim efnum. Það eru nógu miklir peningar til hjá mörgum útgerðarfyrirtækjum til þess að fjárfesta, þó vissulega séu einhver fyrirtæki í vondum málum, eins og á við um alla geira atvinnulífsins. Það blasir við að auðlindagjald á útgerðarfyrirtækin ætti að geta verið hærra en það var á síðasta ári, sé mið tekið af afkomu greinarinnar. Líklega er sanngjarnt að það sé á bilinu 10 til 20 prósent af EBITDA-hagnaði, jafnvel hærra, fremur en 3,9 prósent eins og hjá Granda í fyrra. Eftir þær efnahagslegu hamfarir sem hér hafa riðið yfir verður að horfa til þess, að þær hafa leitt til gríðarlegrar fjármagnsfærslu til útgerðarmanna vegna gengisfalls krónunnar. Það sama má raunar segja um eigendur álveranna þriggja, sem njóta nú góðs af því að launakostnaður sem hlutfall af tekjum var svo gott sem helmingaður á einni nóttu með gengishruninu. Á sama tíma hefur almenningur það miklu verr en áður vegna gengisfallsins. Á þeim forsendum þarf að nálgast þessi mál, finnst mér, og það tengist deilum milli vinstri og hægri pólanna í íslenskum stjórnmálum ekki neitt. Líklega er þó réttara að segja, að það ætti ekki að tengjast þeim deilum.Athugasemd frá Deloitte: Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte á Íslandi, segir að spá Deloitte um EBITDA-hagnað, frá árinu 2009, þar sem kom fram að EBITDA-hagnaðurinn í sjávarútvegi gæti orðið 34 milljarðar króna á árinu 2011, hefði tekið mið af forsendum sem hefðu tekið miklum breytingum síðan, t.d. er varðaði gengi krónunnar og síðan veiði á makríl. Í uppfærðum spám og skýrsluskrifum fyrirtækisins, fyrir árin á eftir, hefði verið tekið tillit til þessara þátta, og m.a. hefði Deloitte spáð því að EBITDA-hagnaðurinn yrði 67 milljarðar á árinu 2010 en reyndin varð 64 milljarðar samkvæmt Hagstofu Íslands. Þessu er hér með komið á framfæri.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun