Körfubolti

Rodman gjaldþrota og skuldum vafinn | Sagður vera alkóhólisti

Rodman og Mullin hafa báðir vingast við flöskuna eftir að ferlinum lauk.
Rodman og Mullin hafa báðir vingast við flöskuna eftir að ferlinum lauk.
Fyrrum NBA-stjarnan og vandræðagemlingurinn Dennis Rodman er í afar vondum málum. Hann er orðinn gjaldþrota, skuldar háar upphæðir og gæti verið á leið í fangelsi.

Rodman skuldar rúmlega 800 þúsund dollara í meðlag og 51 þúsund dollara í bætur til fyrrverandi eiginkonu sinnar, Michelle. Hún var þriðja eiginkonan hans.

Samkvæmt lögfræðingi Rodman er leikmaðurinn gjaldþrota og getur ekki greitt þessa peninga.  Hann gæti því þurft að fara í 20 daga fangelsi.

Lögfræðingurinn hans sagði einnig að hann hefði aðeins greitt meðlag síðustu mánuði með lánum frá fjármálastjóranum sínum og umboðsmanni.

Fjármálastjórinn hefur viðurkennt að Rodman eigi í miklum erfiðleikum með áfengisdrykkju sína.

"Dennis er yndisleg persóna en hann er alkóhólisti. Þessi veikindi hans aftra því að hann geti fundið sér vinnu. Þessi vandamál hafa orðið þess valdandi að ég hef aldrei séð hann drekka eins mikið. Hann er niðurbrotinn maður."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×