Körfubolti

Ellis og Bogut fengu nýja vinnuveitendur | leikmannaskipti í NBA

Monta Ellis er farinn frá Golden State og mun hann leika með Milwaukee.
Monta Ellis er farinn frá Golden State og mun hann leika með Milwaukee. AP
Lokað verður fyrir leikmannaskipti í NBA deildinni í körfubolta á morgun, 15. mars, og má búast við að eitthvað muni gerast á þeim markaði. Golden State og Milwaukee tóku stóra ákvörðun í nótt. Monta Ellis, einn besti leikmaður liðsins, var sendur til Milwaukee ásamt Ekpe Udoh og Kwame Brown. Í staðinn fékk liðið Andrew Bogut og Stephen Jackson.

Bogut er ástralskur miðherji en meiðslasaga hans undanfarin misseri hefur dregið úr afköstum hans á vellinum. Bogut, sem er kraftmikill og hávaxinn miðherji, er með risasamning sem tryggir honum 27 milljónir dollara í laun næstu tvö árin, sem nemur um 3,4 milljörðum kr. Bogut brákaði bein í ökkla þann 25. janúar s.l. og er óvíst hvort hann spili meira á þessu tímabili.

Skotbakvörðurinn Ellis hefur aldrei leikið betur en í vetur en hann er með 22 stig að meðaltali og 6 stoðsendingar í leik. Hann hefur verið í sex ár hjá Golden State.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×