Körfubolti

New York hrökk í gang eftir að hafa rekið þjálfarann

Mike D'Antoni og Carmelo Anthony voru ekki alveg að dansa sama dansinn í New York.
Mike D'Antoni og Carmelo Anthony voru ekki alveg að dansa sama dansinn í New York. AP
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær en 12 leikir fóru fram. Stórsigur New York Knicksm 121-79, gegn Portland vakti athygli en þetta var fyrsti leikur NY Knicks eftir að þjálfari liðsins Mike D'Antoni var rekinn. Sóknarleikur New York small saman og kannski hafa forráðamenn liðsins tekið rétta ákvörðun með að reka D'Antoni eftir 6 leikja taphrinu.

Carmelo Anthony skoraði 16 stig og 7 stoðsendingar fyrir New York. Amare Stoudemire skoraði 17 stig og hitti hann úr 8 af alls 10 skotum sínum.

Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers sem vann New Orleans 107-101 á útivelli eftir framlengingu. Þetta er annar leikurinn í röð sem Lakers vinnur eftir framlengingu og fjórði sigur liðsins í röð. Andrew Bynum skoraði 25 stig fyrir Lakers og Pau Gasol 18. Jarrett Jack skoraði 30 stig fyrir New Orleans.

Úrslit frá því í nótt:

New York – Portland 121-79

New Orleans – LA Lakers 101 -107

San Antonio – Orlando 122-111

Indiana – Philadelphia 111-94

New Jersey – Toronto 98-84

Milwaukee – Cleveland 115-105

Houston – Charlotte 107-87

Chicago – Miami 106-102

Sacramento – Detroit 112-124

Phoenix – Utah 120-111

LA Clippers – Atlanta 96-82

Golden State – Boston 103-105

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×