Körfubolti

Vorhreinsun hjá Portland | Þjálfarinn rekinn og Oden farinn

Nate McMillan er í atvinnuleit. Hann hefur þjálfað Portland frá árinu 2005.
Nate McMillan er í atvinnuleit. Hann hefur þjálfað Portland frá árinu 2005. AP
Forráðamenn NBA liðsins Portland Trail Blazers tóku „vorhreinsun" hjá félaginu í gær þegar lokað var fyrir leikmannaskipti á þessari leiktíð. Portland rak þjálfarann, Nate McMillan, sagði upp samningum við miðherjann Greg Oden sem var á sínum tíma valinn fyrstur allra í háskólavalinu. Að auki voru þeir Gerald Wallace og Marcus Camby sendir frá liðinu í leikmannaskiptum.

Oden átti að snúa gengi Portland við þegar hann var valinn fyrstur allra í háskólavalinu árið 2007. Kevin Durant, stigakóngur NBA deildarinnar undanfarin ár, var valinn annar í röðinni og eflaust hefðu forráðamenn Portland viljað endurtaka það val.

Oden hefur aðeins náð að leika 82 leiki frá árinu 2007 eða sem nemrur einu tímabili. Alvarleg hnémeiðsli hafa elt Oden allt frá því hann kom í deildina. Hinn 2.14 metra hái miðherji skoraði 9,4 stig að meðaltali og tók 7,3 fráköst.

McMillan hafði þjálfað Portland frá árinu 2005 en hann var áður þjálfari Seattle sem í dag heitir Oklahoma.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×