Körfubolti

Kobe mætir með grímuna á móti Miami | Í beinni á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant með grímuna.
Kobe Bryant með grímuna. Mynd/AP
Kobe Bryant nefbrotnaði í Stjörnuleik NBA-deildarinnar á dögunum eftir að hafa fengið högg frá Dwyane Wade og spilaði með grímu í sigri á Minnesota Timberwolves í fyrrakvöld. Kobe mætir aftur með grímuna á móti Wade og félögum á sunnudaginn.

Los Angeles Lakers tekur þá á móti Miami Heat sem hefur verið heitasta lið deildarinnar að undanförnu. Bryant hefur tjáð sig um brot Wade fyrir leikinn á sunnudaginn sem verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.30.

„Þetta er mjög einfalt. Hann ætlaði ekki að gera þetta því hann er ekki þannig karakter. Hann er miklu almennilegri en ég ef ég segi alveg eins og er. Dwyane myndi aldrei gera svona viljandi," sagði Kobe Bryant.

Kobe Bryant skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar í fyrsta leiknum með grímuna en hann hitti úr 11 af 23 skotum utan af velli og setti niður 9 af 10 vítum. Kobe klikkaði þó á öllum þriggja stiga skotum sínum.

Kobe og félagar mæta Sacramento Kings í kvöld en fá síðan einn frídag áður en Miami-liðið kemur í heimsókn á sunnudaginn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×