Körfubolti

Bulls á siglingu | Washington lagði Lakers

Rose og Noah voru í stuði í nótt.
Rose og Noah voru í stuði í nótt.
Derrick Rose og félagar í Chicago Bulls eru hreinlega óstöðvandi um þessar mundir. Bulls vann sinn áttunda leik í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Milwaukee með flautukörfu frá Rose.

Rose skoraði 30 stig í leiknum og gaf 11 stoðsendingar. Joakim Noah einnig sterkur með 20 stig, 10 fráköst og 2 varin skot.

LeBron James átti síðan frábæran dag fyrir Miami gegn Atlanta þar sem hann skoraði 31 stig og tók 11 fráköst gegn Atlanta.

Washington kom skemmtilega á óvart með því að vinna heimasigur á LA Lakers en Lakers hefur gengið ákaflega illa á útivelli í vetur. Washington var 18 stigum undir um tíma en kom til baka og vann flottan sigur.

Úrslit:

Toronto-Houston  116-98

Philadelphia-Boston  103-71

Washington-LA Lakers  106-101

Charlotte-Utah  93-99

Miami-Atlanta  89-86

NJ Nets-LA Clippers  101-100

Milwaukee-Chicago  104-106

Oklahoma-Phoenix  115-104

Minnesota-Portland  106-94

San Antonio-NY Knicks  118-105

Denver-Cleveland  99-100

Sacramento-New Orleans  99-98

Golden State-Memphis  92-110



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×