Körfubolti

Howard óstöðvandi er Bulls tapaði loksins

Dwight Howard.
Dwight Howard.
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Orlando batt enda á sigurgöngu Chicago á meðan Phoenix vann nauman sigur á Dallas.

Bulls var búið að vinna átta leiki í röð áður en Orlandi kom í heimsókn með Dwight Howard í broddi fylkingar. Hann átti frábæran leik, skoraði 29 stig og tók 18 fráköst.

Carlos Boozer var stigahæstur í liði Bulls með 26 stig.

Eftir að hafa unnið lið Phoenix átta sinnum í röð kom loks að því að NBA-meistarar Dallas töpuðu gegn þeim. Dallas var í þægilegri stöðu en missti niður tólf stiga forskot og tapaði.

Það er afar lítill meistarabragur á Dallas um þessar mundir enda var þetta sjöunda tap liðsins í síðustu tíu leikjum. Suns var aftur á móti að vinna sinn sjötta leik af síðustu átta.

Jared Dudley skoraði 18 stig og tók 8 fráköst fyrir Suns. Dirk Nowitzki skoraði einnig 18 stig fyrir Dallas.

Úrslit:

Chicago-Orlando  94-99

Phoenix-Dallas  96-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×