Körfubolti

Rajon Rondo fékk tveggja leikja bann | Kastaði boltanum í dómarann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, má ekki spila næstu tvo leiki með liðinu eftir að NBA-deildin dæmdi hann í tveggja leikja bann fyrir að kasta boltanum í dómara í tapleik á móti Detroit Pistons á sunnudaginn.

Atvikið gerðist þegar þrjár mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum og Celtics-liðið var tólf stigum undir, 54-66. Rondo keyrði upp að körfunni en klikkaði á skotinu og fékk síðan Greg Monroe, miðherja Detroit, ofan á sig.

Rondo vildi fá villu og var ekki sáttur. Hann fékk fyrst tæknivillu en síðan aðra tæknivillu fimm sekúndum síðar þegar hann kastaði boltanum í dómara leiksins. Það má sjá atvikið með því að smella hér fyrir ofan.

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Boston-menn enda er liðið búið að tapa fimm af síðustu sex leikjum sínum og verða án leikstjórnanda síns í útileikjum á móti Dallas og Oklahoma City.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×