Körfubolti

Galopin barátta um þriðja sætið | toppliðin unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haukar og KR-ingar töpuðu sínum leikjum í kvöld.
Haukar og KR-ingar töpuðu sínum leikjum í kvöld.
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík og Njarðvík, efstu tvö lið deildarinnar, unnu bæði sína leiki í kvöld en næstu þrjú lið á eftir eru nú jöfn að stigum.

Keflavík hafði betur gegn Hamarskonum á heimavelli, 73-61, og Njarðvík vann góðan sigur á KR, 78-71.

Lele Hardy átti mjög góðan leik í liði Njarðvíkur en hún skoraði 21 stig og tók þar að auki 23 fráköst. Petrúnella Skúladóttir skoraði nítján stig fyrir Njarðvíkinga. Hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir stigahæsti með 21 stig en Hafrún Hálfdánardóttir var með átján.

Snæfellingar unnu svo mikilvæg stig af Haukum í kvöld í spennandi leik sem endaði með tveggja stiga sigri Snæfells, 77-75. Eftir þessi úrslit eru Haukar, Snæfell og KR öll með 24 stig í 3.-5. sæti deildarinnar.

Valur er í sjötta sætinu með átján stig eftir útisgur á botnliði Fjölnis, 79-67. Melissa Leichlitner skoraði 22 stig fyrir Val og Unnur Lára Ásgeirsdóttir ellefu. Hjá Fjölni var Brittney Jones stigahæst með 28 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×