Körfubolti

Söngleikur um Magic og Bird frumsýndur á Broadway í mars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einvígi Earvin "Magic" Johnson og Larry Bird á níunda áratugnum er að mörgum talið vera ein af aðalástæðunum fyrir vinsældum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kapparnir voru algjörar andstæður en áttu það sameiginlegt að vera frábærir liðsmenn og gera allt til þess að vinna. Þeir urðu síðan miklir vinir eftir að ferlinum lauk.

Nýjasta útspilið í sögu Magic og Bird er nýr söngleikur sem verður sýndir á Broadway í New York en frumsýningin er í næsta mánuði. Það má sjá kynningu á söngleiknum með því að smella hér fyrri ofan. Sex leikarar taka þátt í söngleiknum en hann tekur 90 mínútur og verður frumsýndur í lok mars.

Earvin "Magic" Johnson og Larry Bird komu báðir að handritinu en þar er farið yfir samskipti þeirra frá því að þeir mættust í úrslitaleik háskólaboltans 1979 þar til að þeir léku saman í draumaliðinu á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992.

Johnson vann fimm NBA-meistaratitla með Los Angeles Lakers en Bird vann þrjá meistaratitla með Boston Celtics. Þeir mættust í úrslitunum 1984, 1985 og 1987. Bird var með 24,3 stig og 10 fráköst að meðaltali á ferlinum en Magic var með 19,5 stig og 11,2 stoðsendingar að meðaltali á sínum ferli.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×