Hvalur og fíll Magnús Halldórsson skrifar 25. febrúar 2012 19:57 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hélt eftirminnilegt erindi á Viðskiptaþingi á dögunum. Þar líkti hann íslensku krónunni, og áhrifum hennar, við fíl sem er í stofunni heima hjá fólki. Allir gerðu sér grein fyrir óþægindum sem fíllinn skapaði, og heimilisfólkið gerði lítið annað að moka skítnum úr honum úr húsi. Það væri síðan mikið vandamál, að enginn þorði að gera neitt til þess að leysa vandann, þ.e. að reyna að finna leiðir til þess að flytja úr húsinu eða koma fílnum út. Eftir að hafa lesið skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna, sem Hrafn Bragason, fyrrum Hæstaréttardómari, Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor, og Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur, skipuðu, finnst mér blasa við, að lífeyrissjóðakerfið íslenska er eins og hvalur í baðkari. Þar er íslenska hagkerfið baðkarið. Ég ætla viljandi að sleppa umræðunni um 3,5 prósent raunávöxtunarmarkmiðið og stöðu einstakra sjóða, í ljósi þess hversu mikið hefur verið rætt um þetta að undanförnu og litlu við það að bæta. En tvö atriði finnst mér mikilvægust eftir að hafa lesið skýrsluna, sem bæði tengjast því að lífeyrissjóðirnir eru hvalurinn sem ég minntist á áðan.I. Lífeyrissjóðirnir eru alltof stórir fyrir dvergvaxinn íslenskan markað með hluta- og skuldabréf, þ.e. að of stór hluti eigna sjóðanna er bundinn við íslenskan markað og þar með áhættumesta gjaldmiðil heims. Fyrir hrun var þetta mikið vandamál, ekki síst vegna þess að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áttuðu sig ekki á því þeir sátu í makindum inn í stærstu eignabólu í mannkynssögunni. „Það tóku allir þátt í sukkinu" – rökin, sem oft er stutt í hjá þeim sem stóðu sig ekki nægilega vel, eiga alls ekki við um lífeyrissjóðina, ef þau eiga þá einhvern tímann við. Forsvarsmenn þeirra eiga að fylgjast náið með þróun mála á mörkuðum, mótmæla því sem þeir telja óæskilegt á hluthafafundum, og dreifa áhættunni þannig að góð langtímaávöxtun sé tryggð. Tal Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, og fyrrverandi stjórnarformanns Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, um að lífeyrissjóðirnir hafi þurft að braska vegna þess að í lögum hafi staðið að sjóðirnir eigi að leita bestu ávöxtunar, er ekki bara rangt og einfeldningslegt, heldur staðfestir að vanhæfni hafi verið vandamál á æðstu stöðum innan kerfisins. Lögbinding þess að lífeyrissjóðirnir leiti bestu ávöxtunar, verður að skoðast í því ljósi að þeir eru lífeyrissjóðir, þ.e. eins miklir langtímafjárfestar og fagfjárfestar geta verið. Þess vegna getur besta ávöxtun innan fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðs, falist í öðru en því að horfa á gengi bréfa hlutafélags milli ársfjórðunga. T.d. þurfti tíföldun markaðsvirðis Kaupþings á ríflega þremur árum, ekki að þýða að lífeyrissjóðirnir færu „all in" í hlutabréfakaupum. Fjárfestingar í traustum rekstrarfélögum, með langa reynslusögu, eru betri en hið fyrrnefnda. Með öðrum orðum: lögbinding bestu ávöxtunar breytir lífeyrissjóðunum ekki í skammtíma vogunarsjóði sem lifa á braski. Alls ekki. Eins og staða mála er núna þá er lífeyrissjóðakerfið um 140 prósent af árlegri landsframleiðslu, eignir um 2.100 milljarðar króna á meðan landsframleiðslan er um 1.500 milljarðar. Þetta er ekki svo slæm staða á pappírunum, en hún er samt mikið áhyggjuefni þegar grannt er skoðað. Sérstaklega er staðan alvarleg núna, í ljósi gjaldeyrishafta. Eignir sjóðanna eru að yfir 40 prósent leyti opinberar skuldir og það hlutfall er að hækka hratt. Margt bendir til þess að það fari yfir 60 prósent af heildareignasafninu ef áætlunin um losun gjaldeyrishafta heldur áfram með svipuðum hætti og hún hefur gert til þessa. Það er að lífeyrissjóðirnir selji eignir erlendis og koma með þær heim á hagstæðu gengi. Vonandi verður hægt að afnema höftin með því að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna, frekar en að þjóðnýta nær allt lífeyrissjóðakerfið til þess að halda í krónuna og berjast áfram við vindmyllurnar. II. Hversu miklu töpuðu sjóðirnir? 500 milljörðum? 300? Skýrslan segir 480 milljörðum, miðað við ákveðinn stöðupunkt þegar eignabólan var ósprungin. Ég held að það sé mikilvægara að spyrja: Hvað var það sem tryggði að lífeyrissjóðakerfið féll ekki saman, í ljósi þess að 92 prósent af skráðum hlutabréfum hér á landi urðu verðlaus í hruninu? Svarið við því er verðbólguskot og gengisfall krónunnar, það sama og setti atvinnulífið í vond mál og heimilin í miklu verri stöðu. Þessi atriði hafa verið uppspretta reiðinnar á Íslandi. Eins dauði er annars brauð. Gengisfall krónunnar varði eignasöfn sjóðanna erlendis í krónum talið. Erlendu eignirnar eru miklu betri eignir heldur en þær sem bundnar eru við krónuna þar sem hún rýrnar stanslaust og hrynur stundum.Fjárfesta meira erlendis Líklega er best að reyna að búa þannig um hnútana að lífeyrir landsmanna sé ávaxtaður erlendis í meira mæli, helst hjá fagfjárfestasjóðum með langa góða reynslusögu og dreifða áhættu. T.d. mætti setja lög sem kveða á um að sjóðirnir fjárfesti 75 prósent af eignum sínum erlendis en 25 prósent hér á landi. Það má horfa til Noregs hvað þetta snertir en 95 prósent af olíusjóðnum norska er geymdur í eignum utan norska hagkerfisins. Síðan þarf að ræða um kosti þess og galla að þjóðnýta stóran hluta af lífeyrissjóðakerfinu, og eðlisbreyta því þar með varanlega til hins verra, til þess að reyna að aflétta höftunum. Margt bendir til þess að höftunum verði aldrei aflétt á meðan krónan er hér gjaldmiðill, einfaldlega vegna þess að hún er ónothæf í alþjóðaviðskiptum án hafta og verður ekki lífguð við með góðu móti. Í stuttu máli: Losum fílinn úr stofunni, helst með góðum evrópskum eða bandarískum krana, og leyfum hvalnum að synda í sjónum frekar en að berjast um í baðkarinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, hélt eftirminnilegt erindi á Viðskiptaþingi á dögunum. Þar líkti hann íslensku krónunni, og áhrifum hennar, við fíl sem er í stofunni heima hjá fólki. Allir gerðu sér grein fyrir óþægindum sem fíllinn skapaði, og heimilisfólkið gerði lítið annað að moka skítnum úr honum úr húsi. Það væri síðan mikið vandamál, að enginn þorði að gera neitt til þess að leysa vandann, þ.e. að reyna að finna leiðir til þess að flytja úr húsinu eða koma fílnum út. Eftir að hafa lesið skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna, sem Hrafn Bragason, fyrrum Hæstaréttardómari, Guðmundur Heiðar Frímannsson prófessor, og Héðinn Eyjólfsson viðskiptafræðingur, skipuðu, finnst mér blasa við, að lífeyrissjóðakerfið íslenska er eins og hvalur í baðkari. Þar er íslenska hagkerfið baðkarið. Ég ætla viljandi að sleppa umræðunni um 3,5 prósent raunávöxtunarmarkmiðið og stöðu einstakra sjóða, í ljósi þess hversu mikið hefur verið rætt um þetta að undanförnu og litlu við það að bæta. En tvö atriði finnst mér mikilvægust eftir að hafa lesið skýrsluna, sem bæði tengjast því að lífeyrissjóðirnir eru hvalurinn sem ég minntist á áðan.I. Lífeyrissjóðirnir eru alltof stórir fyrir dvergvaxinn íslenskan markað með hluta- og skuldabréf, þ.e. að of stór hluti eigna sjóðanna er bundinn við íslenskan markað og þar með áhættumesta gjaldmiðil heims. Fyrir hrun var þetta mikið vandamál, ekki síst vegna þess að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna áttuðu sig ekki á því þeir sátu í makindum inn í stærstu eignabólu í mannkynssögunni. „Það tóku allir þátt í sukkinu" – rökin, sem oft er stutt í hjá þeim sem stóðu sig ekki nægilega vel, eiga alls ekki við um lífeyrissjóðina, ef þau eiga þá einhvern tímann við. Forsvarsmenn þeirra eiga að fylgjast náið með þróun mála á mörkuðum, mótmæla því sem þeir telja óæskilegt á hluthafafundum, og dreifa áhættunni þannig að góð langtímaávöxtun sé tryggð. Tal Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, og fyrrverandi stjórnarformanns Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, um að lífeyrissjóðirnir hafi þurft að braska vegna þess að í lögum hafi staðið að sjóðirnir eigi að leita bestu ávöxtunar, er ekki bara rangt og einfeldningslegt, heldur staðfestir að vanhæfni hafi verið vandamál á æðstu stöðum innan kerfisins. Lögbinding þess að lífeyrissjóðirnir leiti bestu ávöxtunar, verður að skoðast í því ljósi að þeir eru lífeyrissjóðir, þ.e. eins miklir langtímafjárfestar og fagfjárfestar geta verið. Þess vegna getur besta ávöxtun innan fjárfestingarstefnu lífeyrissjóðs, falist í öðru en því að horfa á gengi bréfa hlutafélags milli ársfjórðunga. T.d. þurfti tíföldun markaðsvirðis Kaupþings á ríflega þremur árum, ekki að þýða að lífeyrissjóðirnir færu „all in" í hlutabréfakaupum. Fjárfestingar í traustum rekstrarfélögum, með langa reynslusögu, eru betri en hið fyrrnefnda. Með öðrum orðum: lögbinding bestu ávöxtunar breytir lífeyrissjóðunum ekki í skammtíma vogunarsjóði sem lifa á braski. Alls ekki. Eins og staða mála er núna þá er lífeyrissjóðakerfið um 140 prósent af árlegri landsframleiðslu, eignir um 2.100 milljarðar króna á meðan landsframleiðslan er um 1.500 milljarðar. Þetta er ekki svo slæm staða á pappírunum, en hún er samt mikið áhyggjuefni þegar grannt er skoðað. Sérstaklega er staðan alvarleg núna, í ljósi gjaldeyrishafta. Eignir sjóðanna eru að yfir 40 prósent leyti opinberar skuldir og það hlutfall er að hækka hratt. Margt bendir til þess að það fari yfir 60 prósent af heildareignasafninu ef áætlunin um losun gjaldeyrishafta heldur áfram með svipuðum hætti og hún hefur gert til þessa. Það er að lífeyrissjóðirnir selji eignir erlendis og koma með þær heim á hagstæðu gengi. Vonandi verður hægt að afnema höftin með því að taka upp annan gjaldmiðil en krónuna, frekar en að þjóðnýta nær allt lífeyrissjóðakerfið til þess að halda í krónuna og berjast áfram við vindmyllurnar. II. Hversu miklu töpuðu sjóðirnir? 500 milljörðum? 300? Skýrslan segir 480 milljörðum, miðað við ákveðinn stöðupunkt þegar eignabólan var ósprungin. Ég held að það sé mikilvægara að spyrja: Hvað var það sem tryggði að lífeyrissjóðakerfið féll ekki saman, í ljósi þess að 92 prósent af skráðum hlutabréfum hér á landi urðu verðlaus í hruninu? Svarið við því er verðbólguskot og gengisfall krónunnar, það sama og setti atvinnulífið í vond mál og heimilin í miklu verri stöðu. Þessi atriði hafa verið uppspretta reiðinnar á Íslandi. Eins dauði er annars brauð. Gengisfall krónunnar varði eignasöfn sjóðanna erlendis í krónum talið. Erlendu eignirnar eru miklu betri eignir heldur en þær sem bundnar eru við krónuna þar sem hún rýrnar stanslaust og hrynur stundum.Fjárfesta meira erlendis Líklega er best að reyna að búa þannig um hnútana að lífeyrir landsmanna sé ávaxtaður erlendis í meira mæli, helst hjá fagfjárfestasjóðum með langa góða reynslusögu og dreifða áhættu. T.d. mætti setja lög sem kveða á um að sjóðirnir fjárfesti 75 prósent af eignum sínum erlendis en 25 prósent hér á landi. Það má horfa til Noregs hvað þetta snertir en 95 prósent af olíusjóðnum norska er geymdur í eignum utan norska hagkerfisins. Síðan þarf að ræða um kosti þess og galla að þjóðnýta stóran hluta af lífeyrissjóðakerfinu, og eðlisbreyta því þar með varanlega til hins verra, til þess að reyna að aflétta höftunum. Margt bendir til þess að höftunum verði aldrei aflétt á meðan krónan er hér gjaldmiðill, einfaldlega vegna þess að hún er ónothæf í alþjóðaviðskiptum án hafta og verður ekki lífguð við með góðu móti. Í stuttu máli: Losum fílinn úr stofunni, helst með góðum evrópskum eða bandarískum krana, og leyfum hvalnum að synda í sjónum frekar en að berjast um í baðkarinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun