Körfubolti

NBA í nótt: New Jersey vann meistarana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kris Humphries verst hér Ian Mahinmi.
Kris Humphries verst hér Ian Mahinmi. Mynd/AP
New Jersey Nets gerði sér lítið fyrir og skellti NBA-meisturunum í Dallas Mavericks í nótt, 93-92, en þá fóru alls níu leikir fram í deildinni.

Brook Lopez skoraði 38 stig fyrir Nets en hann er nýkominn aftur af stað eftir að hafa fótbrotnað. Hann setti niður tvö vítaskot þegar 42 sekúndur voru eftir og fór langt með að tryggja sínum mönnum sigur.

Jason Kidd hafði komið Dallas yfir með þriggja stiga körfu nokkrum sekúndum og fékk svo aftur tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigur í lokin. En skot hans geigaði um leið og leiktíminn rann út.

Boston vann Cleveland, 86-83, og batt þar með enda á fimm leikja taphrinu í deildinni. Kyrie Irving meiddist í öðrum leikhluta en kom aftur inn á í síðari hálfleik og skoraði þá nítján stig. Hann var alls með 24 í leiknum.

Chicago vann New Orleans, 99-95, þar sem Derrick Rose skoraði 32 stig. Joakim Noah var með fimmtán stig og sextán fráköst og þeir Carlos Boozer og Luol Deng fjórtán hvor.

Indiana vann sinn fimmta sigur í röð með því að leggja Golden State í nótt, 102-78. Danny Granger var með 25 stig.

Minnesota vann góðan sigur á LA Clippers, 109-97. Derrick Williams og Michael Beasley skoruðu 27 stig hvor fyrir Minnesota en Blake Griffin var með 30 stig fyrir Clippers. Chris Paul kom næstur með 27 stig.

Úrslit næturinnar:

Cleveland - Boston 83-86

Indiana - Golden State 102-78

Detroit - Philadelphia 68-97

Chicago - New Orleans 99-95

Milwaukee - Washington 119-118

Houston - Toronto 88-85

Dallas - New Jersey 92-93

LA Clippers - Minnesota 91-109

Sacramento - Utah 103-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×