Sport

Manning á enn í erfiðleikum með að kasta | Ferillinn í hættu

Manning var á hliðarlínunni allt tímabilið.
Manning var á hliðarlínunni allt tímabilið.
Framtíð leikstjórnandans Peyton Manning er enn í mikilli óvissu. Bæði hvar hann spilar næsta vetur og svo hvort hann geti hreinlega spilað aftur amerískan fótbolta.

Samkvæmt heimildum Sport Illustrated þá er heilsufar Manning ekki betra en svo að hann á enn í erfiðleikum með að kasta boltanum.

Manning er búinn að gangast undir þrjár aðgerðir á hálsi og óttast margir að hann muni ekki spila aftur. Sjálfur ætlar leikmaðurinn að gera allt sem hann getur til þess að koma aftur út á völlinn.

Þeir sem hafa verið að æfa með honum hafa upplýst að Manning geti ekki kastað til vinstri og svo sé kastsveiflan í tómu rugli. Hann virðist því eiga langt í land þó svo hann hafi hvílt í allan vetur.

Manning byrjaði að spila í deildinni árið 1998 og hafði ekki misst úr einn einasta leik fyrr en á þessu tímabili.

Það mun skýrast í þessum mánuði hvort hann verði áfram hjá Indianapolis Colts. Ef hann verður hjá félaginu fram í mars þarf Colts að greiða honum 28 milljónir dollara í bónus. Það er líklega áhætta sem félagið er ekki til í að taka.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×