Treyjunúmer Péturs og Shaq tekið úr umferð hjá Lakers Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2012 00:44 Shaq og Kobe Bryant mynduðu svakalegt teymi hjá Lakers þrátt fyrir að vera sjaldnast skoðanabræður. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987. NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa tilkynnt að treyja Shaquille O'Neal, númer 34, verði tekin úr umferð á næstu leiktíð. Pétur Guðmundsson spilaði með sama númer á treyju sinni á 9. áratugnum hjá Lakers. Shaq lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar eftir 19 ára feril í NBA-deildinni. Á átta árum hjá Lakers komst liðið fjórum sinnum í úrslit deildarinnar og vann titilinn í þrjú skiptanna. Shaq verður áttundi leikmaður Lakers til að fá treyju sína hengda upp í rjáfur í Staples-höllinni í Los Angeles. Wilt Chamberlain (13), Elgin Baylor (22), Gail Goodrich (25), Magic Johnson (32), Kareem Abdul-Jabbar (33), James Worthy (42) og Jerry West (44) eru hinir sjö. Shaq spilaði í treyju númer 32 hjá Orlando Magic áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við Lakers. Því númeri gat hann ekki haldið þar sem treyjan hafði verið tekin úr umferð til heiðurs Johnson. Eftir frábæran tíma hjá Lakers gekk Shaq til liðs við Miami Heat. Ósætti hans við þáverandi liðsfélaga sinn, Kobe Bryant, spilaði stóran þátt í vistaskiptunum. Eitthvað virðast þeir félagar þó hafa sleikt sár sín og samið frið því Shaq sagði nýverið að Bryant væri sá besti í sögu Lakers. Bryant sagði við það tilefni að þeir félagar myndu eflaust setjast niður einn daginn og rifja upp góðu dagana hjá Lakers. Þess má til gamans geta að Pétur Guðmundsson spilaði í treyju númer 34 hjá Lakers á árunum 1986-1987.
NBA Tengdar fréttir Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15 NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Shaq óskaði Kobe til hamingju Kobe Bryant varð á dögunum fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar frá upphafi og tók þar með fram úr Shaquille O'Neal. Þeir voru lengi samherjar hjá LA Lakers. 8. febrúar 2012 18:15
NBA í nótt: Kobe náði áfanga en Lakers tapaði LA Lakers mátti sætta sig við tap gegn Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant náði þó merkum áfanga í leiknum. Alls fóru tíu leikir fram í deildinni. 7. febrúar 2012 09:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti