Körfubolti

Auðvelt hjá Keflvíkingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni, 93-69, í Iceland Express-deild kvenna í dag. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér.

Pálína Gunnlaugsdóttir fór mikinn fyrir Keflavík og skoraði 30 stig. Jaleesa Butler var einnig gríðarlega öflug en hún var með 24 stig, ellefu stoðsendingar, níu stolna bolta og sex varin skot.

Brittney Jones skoraði 22 stig fyrir Fjölni og var þar að auki með átta fráköst, sjö stolna bolta og fimm stoðsendingar.

Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 36 stig og fjögurra stiga forystu á Njarðvík sem er í öðru sæti. Fjölnir er á botninum með tíu stig.

Fjölnir-Keflavík 69-93 (21-27, 17-25, 17-21, 14-20)

Fjölnir: Brittney Jones 22/8 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir/3 varin skot, Jessica Bradley 18/5 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/5 fráköst, Katina Mandylaris 10/13 fráköst, Birna Eiríksdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 1.

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 30/6 stolnir, Jaleesa Butler 24/11 fráköst/9 stoðsendingar/9 stolnir/6 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 16, Shanika Chantel Butler 9/8 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 4, Helga Hallgrímsdóttir 4, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2.


Tengdar fréttir

Óvæntur sigur Hamars í vesturbænum

Hamarskonur komu heldur betur á óvart í Iceland Express-deild kvenna með því að vinna sterkt lið KR í vesturbæ Reykjavíkur í dag, 72-69. Alls fóru þrír leikir fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×