Körfubolti

Ótrúlegt Lin-æði | Selur flestar treyjur og dýrara að horfa á Knicks

Lin er heitasti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum í dag.
Lin er heitasti íþróttamaðurinn í Bandaríkjunum í dag.
Það er enginn skortur á Öskubuskusögum í bandarísku íþróttalífi. Skömmu eftir að Tim Tebow, leikstjórnandi Denver Broncos, fór í frí stökk hinn óþekkti Jeremy Lin, leikmaður NY Knicks, fram á sjónarsviðið og hefur algjörlega stolið senunni í Bandaríkjunum.

Lin hefur farið algjörlega á kostum með Knicks í síðustu leikjum og tryggir liðinu hvern sigurinn á fætur öðrum.

Lin er fæddur í Bandaríkjunum en er af asískum ættum og þegar orðinn súperstjarna í Asíu. Rúmlega 210 þúsund manns eru farnir að fylgjast með honum á Twitter og á kínverskum samskiptamiðlum eru hátt í 3 milljónir manna að fylgjast með Lin.

Ríkissjónvarpið í Kína er síðan búið að breyta NBA-dagskránni sinni svo það geti sýnt sem flesta Knicks-leiki.

Treyjan hans hjá Knicks er síðan að seljast eins og heitar lummur og er mest selda treyjan í NBA-deildinni í þessum mánuði. Þess utan er ekkert félag að selja eins margar treyjur og Knicks þökk sé Lin.

Bæði NY Knicks og félögin sem eru að fara að taka á móti Knicks hafa hækkað verðmiðann á völlinn talsvert þar sem allir vilja sjá Lin. Knicks hefur þar af hækkað miðaverð um heil 27 prósent.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×