Körfubolti

Dallas lagði Clippers | LeBron í stuði

Griffin og Dirk í baráttunni í nótt.
Griffin og Dirk í baráttunni í nótt.
NBA-meistararnir í Dallas Mavericks mörðu sigur á LA Clippers í nótt þar sem Þjóðverjinn Dirk Nowitzki steig upp í lokafjórðungnum fyrir Dallas.

Clippers voru sjálfum sér verstir í leiknum. Töpuðu boltanum of oft og svo eru vítaskotin ekki að detta hjá Blake Griffin. Hann er með 52.2 prósent vítanýtingu í vetur en var með 64,2 prósent í fyrra.

Nowitzki skoraði 11 stig í lokaleikhlutanum og var samtals með 22 stig en Caron Butler var atkvæðamestur hjá Clippers með 23 stig.

Miami lenti svo í litlum vandræðum með Milwaukee þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 36 stig.

Úrslit:

Charlotte-Philadelphia  89-98

Orlando-Minnesota  102-89

Milwaukee-Miami  96-114

New Orleans-Utah  86-80

Dallas-LA Clippers  96-92

Golden State-Phoenix  102-96

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×