Körfubolti

Lin ævintýrið heldur áfram | nýliðinn tryggði Knicks sigur

Sigurganga New York Knicks heldur áfram í NBA deildinni og ævintýrið heldur áfram hjá leikstjórnandum Jeremy Lin sem tryggði sigurinn gegn Toronto með þriggja stiga skoti 0,9 sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 90-87 og er þetta sjötti sigurleikur Knicks í röð. Liðið hefur nú unnið 14 leiki en tapað 15. Lin var stigahæstur í liði Knicks með 27 stig og hann gaf að auki 11 stoðsendingar.

Amar'e Stoudemire skoraði 21 stig og tók 8 fráköst en hann lék í fyrsta sinn eftir fráfall bróður síns. Toronto náði um tíma 17 stiga forskoti. Lin jafnaði metin í 87-87 með tveggja stiga körfu og hann fékk vítaskot að auki. Knicks skoraði 13 stig gegn 1 á lokakafla leiksins.

Helstu atriðin úr fjórða leikhluta leiksins má sjá hér, þar sem Lin fer á kostum.

Miami átti ekki í vandræðum með Indiana á útivelli, lokatölur 105-90, og stórstjörnur Miami fengu að hvíla sig eftir þörfum enda leikur liðið þrjá leiki á jafnmörgum dögum. LeBron James skoraði 23 stig fyrir Miami, hann tók 9 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og stal boltanum 4 sinnum.

Kobe Bryant átti alls ekki sinn besta leik þegar LA Lakers lagði Atlanta 86-78 á heimavelli. Bryant hitti aðeins úr 5 af alls 18 skotum sínum í leiknum en hann skoraði 10 stig. Sem telst til tíðinda. Spánverjinn Pau Gasol skoraði 7 af alls 20 stigum sínum á síðustu 5 mínútum leiksins. Hann tók að auki 13 fráköst.

Úrslit:

Toronto - New York Knicks 87-90

Indiana – Miami 90-105

Detroit – San Antonio 95-99

Chicago – Sacramento 121-115

Memphis – Houston 93-83

Oklahoma – Utah 111-85

Denver – Phoenix 109-92

Portland – Washington 109-124

LA Lakers – Atlanta 86-78



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×