Körfubolti

Lin-sýningin heldur áfram | Sjö sigrar í röð hjá Knicks

Lin virðist ekki geta tapað.
Lin virðist ekki geta tapað.
Heitasta stjarnan í NBA-deildinni í dag, Jeremy Lin, hélt uppteknum hætti í nótt og spilaði vel þegar NY Knicks vann sinn sjöunda leik í röð. Að þessu sinni þurfti enga flautukörfu frá Lin og Knicks gat meira að segja leyft sér að hvíla hann í fjórða leikhluta.

Lin nældi sér í tvöfalda tvennu í þremur leikhlutum og settist á bekkinn með 10 stig og 13 stoðsendingar. Leikurinn var þá búinn. Amar'e Stoudemire var einnig með tvöfalda tvennu - 15 stig og 10 fráköst - en hann er að spila nokkuð vel eftir að hann byrjaði að spila á ný eftir andlát bróður síns.

Gengi Knicks hefur heldur betur breyst með LIn innanborðs og liðið er nú 15-15.

"Það var gott að fá smá hvíld. Við þurftum allir á því að halda," sagði Lin eftir leikinn.

Úrslit:

Toronto-San Antonio  106-113

Orlando-Philadelphia  103-87

Boston-Detroit  88-98

NJ Nets-Memphis  100-105

NY Knicks-Sacramento  100-85

Cleveland-Indiana  98-87

Milwaukee-New Orleans  89-92

Houston-Oklahoma  96-95

Minnesota-Charlotte  102-90

Dallas-Denver  102-84

Phoenix-Atlanta  99-101

Golden State-Portland  91-93

LA Clippers-Washington  102-84

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×