Körfubolti

NBA: Létt hjá Lakers | Boston og New York unnu bæði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Los Angeles Lakers, Boston Celtics og New York Knicks unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í nótt. Atlanta Hawks vann sinn þriðja leik í röð og Memphis Grizzlies hafði betur gegn Denver Nuggets í framlengingu.

Kobe Bryant skoraði 24 stig í auðveldum 33 stiga sigri Los Angeles Lakers á Charlotte Bobcats, 106-73. Andrew Bynum var með 20 stig og 11 fráköst og Andrew Goudelock kom með 12 stig inn af bekknum. Varamenn Lakers skiluðu 48 stigum á móti 30 frá varamönnum Charlotte. Gerald Henderson skoraði 14 stig fyrir Charlotte sem hefur tapað 10 af 11 útileikjum sínum á tímabilinu.

Paul Pierce skoraði 20 stig þegar Boston Celtics vann nauman 93-90 sigur á Cleveland Cavaliers. Cleveland hafði betur þegar liðin mættust fyrir aðeins tveimur dögum en Cavaliers-liðið skoraði þá tólf síðustu stigin og vann með einu stigi. Kyrie Irving skoraði 20 stig fyrir Cleveland og Anderson Varejao var með 20 stig og 20 fráköst.

Carmelo Anthony skoraði 25 stig í 113-86 sigri New York Knicks á Detroit Pistons og Landry Fields skoraði 16 af 18 stigum sínum í fyrri hálfleik. New York endaði þarna þriggja leikja taphrinu í fyrsta leik Anthony eftir fjarveru vegna meiðsla. Svíinn Jonas Jerebko var stigahæstur hjá Detroit með 15 stig.

Joe Johnson skoraði 30 stig í 100-77 sigri Atlanta Hawks á Toronto Raptors en Hawks-liðið vann þarna sinn þriðja leik í röð. Jerryd Bayless skoraði 14 stig fyrir Toronto.

O.J. Mayo skoraði 18 stig og lykilkörfu 35 sekúndum fyrir leikslok þegar Memphis Grizzlies endaði fjögurra leikja taphrinu með 100-97 sigri á Denver Nuggets eftir framlengdan leik. Rudy Gay og Marc Gasol voru báðir með 20 stig og 13 fráköst en Al Harrington skoraði 23 stig fyrir Denver þar af 21 í seinni hálfleik.

Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:

Toronto Raptors - Atlanta Hawks 77-100

Cleveland Cavaliers - Boston Celtics 90-93

Indiana Pacers - New Jersey Nets 106-99

New York Knicks - Detroit Pistons 113-86

Memphis Grizzlies - Denver Nuggets 100-97 (framlenging)

Los Angeles Lakers - Charlotte Bobcats 106-73

Golden State Warriors - Sacramento Kings 93-90

Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×