Körfubolti

Er þetta lélegasta vítaskotið í sögu NBA deildarinnar?

DeSagana Diop, þrítugur miðherji frá Senegal, er ekki leikmaður NBA liðsins Charlotte Bobcats vegna hæfileika sinna á vítalínunni. Í myndbandinu má sjá tilþrif hjá Diop sem eru flokkuð af körfuboltasérfræðingum sem eitt lélegasta vítaskot sögunnar.

Diop hefur reyndar aðeins tekið 4 vítaskot á þessu tímabili í 13 leikjum og aðeins 1 þeirra hefur ratað rétta leið, 25% nýting. Ferilskrá Diop er ekki glæsileg á þessu sviði en hann er með um 47% vítanýtingu á ferlinum sem nær yfir rúman áratug.

Hinn 2.13 metra hái Diop þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum það sem eftir er ævinnar ef hann heldur vel á spilunum. Alls hefur hann fengið um 4 milljarða kr í laun á ferlinum hjá Cleveland (2001-2005), Dallas (2005-2006), New Jersey (2007-2008), Charlotte (2008-2011).

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×