Körfubolti

NBA í nótt: Enn tapar Lakers á útivelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant í leik með Lakers.
Kobe Bryant í leik með Lakers. Nordic Photos / Getty Images
LA Lakers tapaði í nótt sínum öðrum leik í NBA-deildinni í körfubolta, í þetta sinn fyrir Orlando Magic á útivelli. Lokatölur voru 92-80.

Lakers hefur aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum á útivelli á tímabilinu til þessa en leikmenn liðsins fundu sig engan veginn í nótt og voru með skotnýtingu undir 40 prósent.

Dwight Howard náði svokallaðri tröllatvennu en hann skoraði 21 stig og tók 23 fráköst. Jammer Nelson var með sautján stig og níu stoðsendingar.

Hjá Lakers var Kobe Bryant stigahæstur með 30 stig en Pau Gasol skoraði þrettán.

Minnesota vann LA Clippers, 101-98, með þriggja stiga flautukörfu Kevin Love í lok leiksins. Ricky Rubio hafði jafnað metin fyrir Minnesota 20 sekúndum fyrir leikslok, einnig með þriggja stiga körfu.

Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en Rubio hafði klikkað á öllum tíu skotum sínum úr opnu spili fyrir þristinn mikilvæga sem hann sett niður undir lok leiksins.

Clippers hafði unnið sjö leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn í nótt.

Sacramento vann óvæntan sigur á San Antonio á útivelli, 88-86, þar sem Tyreke Evans tryggði fyrrnefnda liðinu sigur á lokamínútu leiksins. Hann skoraði alls 23 stig og var með ellefu fráköst.

Alls fóru ellefu leikir fram í NBA-deildinni í nótt og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan:

Toronto - Portland 84-94

Philadelphia - Atlanta 90-76

Boston - Phoenix 71-79

New York - Milwaukee 86-100

Detroit - Memphis 81-98

Cleveland - Chicago 75-114

Orlando - LA Lakers 80-92

San Antonio - Sacramento 86-88

LA Clippers - Minnesota 98-101

Golden State - Indiana 91-94

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×