Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland Kristján Már Unnarsson skrifar 23. janúar 2012 10:48 Borpallurinn Leifur Eiríksson, sem Cairn Energy notaði við vesturströnd Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Svæðin sem nú er boðin út eru í hánorður af Íslandi og nær Svalbarða, talsvert fyrir norðan Scoresbysund, milli 75. og 79. norðlægrar breiddargráðu. Svæðin eru boðin út í forvali í tveimur áföngum, sá fyrri á árinu 2012 en sá síðari á árinu 2013. Frestur til að sækja um viðurkenningu sem vinnsluaðili í fyrri áfanga er til 1. mars næstkomandi en frestur til að sækja um tiltekin svæði er síðan til 15. desember næstkomandi. Leitarleyfi verða gefin út til 16 ára með rétti til framlengingar um 30 ár á svæðum þar sem vinnsla er áformuð. Áratugur er frá því olíuleit var fyrst boðin út við vesturströnd Grænlands, árið 2002. Grænlendingar hafa síðan boðið út ný svæði til leitar að jafnaði annað hvert ár, með þeim árangri að búið er að úthluta alls tuttugu leitarleyfum, meðal annars til fyrirtækja eins og Statoil, ExxonMobil, BP, ChevronTexaco, Shell og Japan Oil. Þá hefur kanadíska olíuleitarfyrirtækið Husky Energy tilkynnt að það hyggist bora tvær holur í grænlenskri lögsögu sumarið 2013. Skoska olíufélagið Cairn Energy varð fyrst til að finna olíu og gas við Grænland haustið 2010 í borholu út af Diskó-eyju, um 200 kílómetra norðvestur af höfuðstaðnum Nuuk. Fyrirtækið gerði hins vegar hlé á leit sinni í vetur eftir að hafa varið 120 milljörðum króna til verkefnisins en Cairn boraði átta holur út af vesturströndinni án þess að finna nægilegt magn til að standa undir vinnslu. Þessi vonbrigði virðast ekki hafa dregið úr áhuga olíuiðnaðarins og er haft eftir Jörn Skov Nielsen, forstjóra Olíu- og málmstofnunar Grænlands, að allir helstu olíurisar heims séu áhugasamir um útboðið við Austur-Grænland. Niðurstöður Cairn séu í raun hvetjandi jarðfræðilega um framhaldið og styrki kenningar um að þarna sé kolvetni og bendir á að Jarðfræðisstofnun Bandaríkjanna hafi áætlað að grænlenska landgrunnið geymi yfir 30 milljarða tunna af olíu. Sagan sýnir að olíuleit er þolinmæðisverk eins og upphaf norska olíuævintýrisins er gott dæmi um. Þar voru menn við það að gefast upp eftir að hafa í þrjú ár borað 32 holur í Norðursjó án árangurs þegar menn loksins hittu á risastóra olíulind á Ekofisk-svæðinu. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Svæðin sem nú er boðin út eru í hánorður af Íslandi og nær Svalbarða, talsvert fyrir norðan Scoresbysund, milli 75. og 79. norðlægrar breiddargráðu. Svæðin eru boðin út í forvali í tveimur áföngum, sá fyrri á árinu 2012 en sá síðari á árinu 2013. Frestur til að sækja um viðurkenningu sem vinnsluaðili í fyrri áfanga er til 1. mars næstkomandi en frestur til að sækja um tiltekin svæði er síðan til 15. desember næstkomandi. Leitarleyfi verða gefin út til 16 ára með rétti til framlengingar um 30 ár á svæðum þar sem vinnsla er áformuð. Áratugur er frá því olíuleit var fyrst boðin út við vesturströnd Grænlands, árið 2002. Grænlendingar hafa síðan boðið út ný svæði til leitar að jafnaði annað hvert ár, með þeim árangri að búið er að úthluta alls tuttugu leitarleyfum, meðal annars til fyrirtækja eins og Statoil, ExxonMobil, BP, ChevronTexaco, Shell og Japan Oil. Þá hefur kanadíska olíuleitarfyrirtækið Husky Energy tilkynnt að það hyggist bora tvær holur í grænlenskri lögsögu sumarið 2013. Skoska olíufélagið Cairn Energy varð fyrst til að finna olíu og gas við Grænland haustið 2010 í borholu út af Diskó-eyju, um 200 kílómetra norðvestur af höfuðstaðnum Nuuk. Fyrirtækið gerði hins vegar hlé á leit sinni í vetur eftir að hafa varið 120 milljörðum króna til verkefnisins en Cairn boraði átta holur út af vesturströndinni án þess að finna nægilegt magn til að standa undir vinnslu. Þessi vonbrigði virðast ekki hafa dregið úr áhuga olíuiðnaðarins og er haft eftir Jörn Skov Nielsen, forstjóra Olíu- og málmstofnunar Grænlands, að allir helstu olíurisar heims séu áhugasamir um útboðið við Austur-Grænland. Niðurstöður Cairn séu í raun hvetjandi jarðfræðilega um framhaldið og styrki kenningar um að þarna sé kolvetni og bendir á að Jarðfræðisstofnun Bandaríkjanna hafi áætlað að grænlenska landgrunnið geymi yfir 30 milljarða tunna af olíu. Sagan sýnir að olíuleit er þolinmæðisverk eins og upphaf norska olíuævintýrisins er gott dæmi um. Þar voru menn við það að gefast upp eftir að hafa í þrjú ár borað 32 holur í Norðursjó án árangurs þegar menn loksins hittu á risastóra olíulind á Ekofisk-svæðinu.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira