Körfubolti

NBA: Boston jafnaði félagsmet gegn Orlando

Dwight Howard og félagar hans í Orlando skoruðu aðeins 56 stig gegn Boston.
Dwight Howard og félagar hans í Orlando skoruðu aðeins 56 stig gegn Boston. AP
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics tók Orlando í kennslustund á heimavelli sínum með 87-56 sigri á heimavelli. Boston hefur aðeins einu sinni áður fengið á sig eins fá stig í NBA deildinni. Boston lék án lykilmanna á borð við Rajon Rondo og Ray Allen.

Paul Pierce skoraði 19 stig fyrir Boston en Dwight Howard var sá eini sem eitthvað lét að sér kveða í liði Orlando. Hann skoraði 18 stig.

Derrick Rose skoraði 22 stig fyrir Chicago í 110-95 sigri gegn New Jersey Nets. Rip Hamilton skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar í liði Chicago.

Oklahoma er líklegt til afreka í deildinni í vetur. Liðið lagði Detroit Pistons 99-79 á heimavelli. Þar skoruðu þrír leikmenn Oklahoma yfir 20 stig. James Harden (24), Russell Westbrook (24) og Kevin Durant (20). Byrjunarliðsleikmenn Oklahoma léku ekkert í fjórða og síðasta leikhlutanum. Oklahoma hefur unnið 14 leiki og tapað 3 í vetur sem er jöfnun á besta árangri félagsins sem hét áður Seattle SuperSonics.

Úrslit:

Philadelphia – Washington 103-83

Boston – Orlando 87-56

Chicago – New Jersey 110-95

Milwaukee – Atlanta 92-97

New Orleans – San Antonio 102-104

Oklahoma – Detroit 99-79

Minnesota – Houston 92-107

Portland – Sacramento 101-89

Golden State – Memphis 90-91



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×