Körfubolti

NBA í nótt: Frábær endurkoma hjá Boston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dwight Howard í baráttunni við Kevin Garnett og Paul Pierce.
Dwight Howard í baráttunni við Kevin Garnett og Paul Pierce. Nordic Photos / Getty Images
Boston Celtics náði að snúa erfiðri stöðu gegn Orlando Magic sér í vil í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Boston vann að lokum átta stiga sigur, 91-83.

Orlando náði þó mest 27 stiga forystu í leiknum en lekur liðsins hrundi í fjórða leikhluta. Orlando skoraði aðeins átta stig og nýtti tvö skot af sautján úr opnu spili síðustu tólf mínúturnar.

Þegar þessi lið mættust í Boston þremur dögum áður vann Boston 31 stigs sigur og því var útlit fyrir að Orlando myndi ná að hefna fyrir það tap á heimavelli sínum í nótt. Annað átti eftir að koma á daginn.

Paul Pierce var með 24 stig og tíu stoðsendingar fyrir Boston í leiknum og E'Twaun Moore bætti við sextán. Báðir skoruðu tíu stig í fjórða leikhluta.

Dwight Howard skoraði sextán stig og tók sextán fráköst fyrir Orlando. Jason Richardson skoraði þrettán.

Einn annar leikur fór fram í NBA-deildinni í nótt. LA Clippers vann Memphis, 98-91.

Chris Paul hefur verið frá vegna meiðsla en sneri til baka í síðasta leik. Í nótt skoraði hann átján stig og gaf sjö stoðsendingar en stigahæstur var Blake Griffin með 20 stig.

Leikurinn var jafn og spennandi en Clippers náði að hanga á forystu sinni í fjórða leikhluta og vinna að lokum sigur.

Rudy Gay skoraði 24 stig fyrir Memphis og Marc Gasol var með átján stig og ellefu fráköst.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×